Studia Islandica - 01.06.1976, Qupperneq 91
89
meðan læknirinn maður hennar er erlendis. Hún hefur
húshjálp.
Flestar gerast þessar sögur eftir miðja öldina, tvær ger-
ast þó á árunum milli stríða (343, 222). Fjórar gerast í bæj-
um af óákveðinni stærð, tvær gerast í borg, 201 í Reykja-
vík og 343 í Kaupmannahöfn.
Faðir Kára slasast í 226 og er lengi frá vinnu. Ekki
kemur fram að móðirin reyni að fá sér atvinnu. Sú saga
gerist á kreppuárunum.
Einstæðar mæður vinna úti í ellefu sögum, þar af mæð-
ur aðalpersóna í sjö sögum. Móðir Garðars í 204 og 215 er
þvottakona. Móðir Gauks í 216 og 217 vinnur i verk-
smiðju. Móðir Kötlu i 330 vinnur í búð. Mæður aukaper-
sóna í 234, 254 og 347 vinna fyrir sér með þvottum og
saumaskap. Allt eru þetta lógstéttarstörf, 4. stéttar störf.
Óljóst er við hvað móðir aukapersónunnar Guðrúnar starf-
ar í 322. Hins vegar er móðir Ásgeirs í 208 og 283 skrif-
stofustúlka, sem stofnar eigið fyrirtæki, þegar hún flæmist
frá vinnu vegna ágengni vinnuveitandans. Hún er eina
móðirin, sem stundar sjálfstæðan atvinnurekstur í þessum
bókum. Raunar býður hún sig fram í kosningum lika, en
nær ekki kjöri.
Börn þessara einstæðu mæðra eru öll stálpuð, þegar saga
þeirra gerist, og sjá um sig sjálf. Sjö sögur gerast í bæjum,
fjórar i Reykjavik (330, 322, 208, 283).
f heimi barnabókanna gegna konur litlu hlutverki á al-
mennum vinnumarkaði eins og sést hér að framan. Aðeins
í þremur sögum koma fyrir mæður, sem vinna utan heimil-
is án þess að nokkuð sérstakt bjáti á, tvær þeirra eru starfs-
menntaðar, kennari og hjúkrunarkona. f sautján sögum
vinna mæður utan heimilis að því er virðist eingöngu af
fjárhagslegri þörf eða nauðsyn, aðeins ein þeirra er starfs-
menntuð, hjúkrunarkona.
Giftar konur í starfi utan heimilis koma aðeins fyrir
í níu sögum af þeim 159, sem hér eru til athugunar. í