Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 75
73
(213, 4. stétt) vill vera áfram í sveitinni og ekki fara í
skóla, en honum er sagt að hann verði að stunda nám
eins og „aðrir drengir“ á hans aldri (bls. 35). Óli í Óska-
steinninn hans Óla (249, líklega 3. stétt) hefur megna
skömm á skólum meðan hann er slæmur strákur, en það
lagast um leið og hann batnar sjálfur. Óskar í Vaskir vinir
(280) er ólæs þegar hann kemur til þorpsins frá Reykja-
vík, 11 ára, og það veldur að líkindum mestu um hve and-
snúinn hann er skólanum. Hann vill ekki að „hinir strák-
arnir“ viti að liann kann ekki að lesa (bls. 87). Óskar er
nýfluttur úr 5. stétt í 2. stétt.
7.4 Neikvæð afstaða virðist fremur vera hundin við fólk
úr lágstétt. Þar sem afstaða kemur fram til skóla meðal
fólks, sem er í eða hefur verið í 5. stétt, er hún neikvæð,
það er að segja hjá Atla (102), Hjalta (237), Tóa (274)
og Óskari (280). Þess ber þó að geta, að andúð Hjalta á
skólanum er ekki djúpstæð og stafar líklega einkum af
því að honum finnst ekki fullorðna fólkið sýna þessum
merku tímamótum í lífi hans nægilega virðingu.
Áhugi á námi er líka mest áberandi í lágstéttarum-
hverfi, hjá fátækum börnum í sveit eða þorpmn í sögum,
sem gerast fyrir miðja öldina. Þetta getur verið nærri
sanni, ef tíminn er hafður í huga. Fyrr á tímum komust
afar fáir til mennta af lágstéttarheimilum. En einkum
verður að minna á í þessu sambandi, að þetta hefur löng-
um þótt söguefni á fslandi: sveitarlimurinn sem dreymir
um menntun, og fátæklingurinn sem skarar fram úr að
gáfum og nær langt að lokum.
Það sem helst virðist vanta á að myndin af skólanum
í bamabókum verði raunsæ er meira efni um börn, sem
eiga hágt með að læra, eru lengi að læra að lesa og skara
ekki fram úr að neinu leyti. Athyglisvert verður í þessu
atriði líka, hvað bækumar era gamaldags, þær fjalla ekki
um nútímaaðstæður. Ekki er hent á aðstöðumun bama í
þéttbýli og strjálbýli hvað skólagöngu varðar á okkar tím-