Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 56
54
— Ég hef lesið þetta í bók, segir hann.
— Jæja.
— Já, ég hef lesið það í bók. Og þegar ég verð full-
orðinn, ætla ég að berjast fyrir þessu . . .
(237, bls. 151—2)
Það er þvi aðeins um þriðjungur af bókunum, sem svör-
uðu þessu atriði, sem fjalla um það á félagslegan hátt, og
sú umfjöllun tekur oftast lítið rúm í sögunni. En einkenni
á þessum sögum mnfram hinar er yfirleitt, að höfundur
reynir ekki að leysa vanda fólks síns á yfirborðslegan hátt
eða með gervilausn. Oft reynist vandinn óleysanlegur eða
ekki er gerð tilraun til að leysa hann (102, 215, 237, 255,
274 og að hluta í 343). Alvarlegasta umfjöllunin um fé-
lagsleg vandamál og mismunun fólks eftir stétt er í bók-
um Stefáns Jónssonar. Þar tekur þetta atriði einnig meira
rúm en venja er til.
5.6 Sé litið yfir 5. kafla í heild vekur það athygli, hve
fáar atvinnugreinar koma fyrir í sögunum. Auðvitað er
minnst á fleiri starfsgreinar en hér koma fram, bæði störf
fullorðinna annarra en fyrirvinna söguhetjanna og for-
eldra aukapersóna, sem lítið koma við sögu. Vafamál er
þó, að myndin breyttist nokkuð að ráði, þótt þessi störf
yrðu talin með.
Það er mjög eftirtektarvert hvað sjómenn eiga fáa full-
trúa í barnabókum, þótt giska megi á að söguhetjur nokk-
urra sagna séu sjómannabörn. Síðast í 5.4 var mixmst á
sögu þar sem allar söguhetjumar em sjómannadætur, og
þeirra á meðal er eina barn háseta í þessum sögum (347).
Að vísu er ekki vitað hvað faðir Eyjólfs gerir á skipinu i
sögunni Veislugestir (281), en hann virðist að minnsta
kosti vera mjög vel stæður. Skipstjóraböm koma fyrir í
þremur sögum og stýrimannsbam í einni. Þetta em lágar
tölur miðað við fjölda sjómanna hér á landi, og gaman að
geta þess, að böm vitavarða eru söguhetjur tveggja sagna,
þótt sú starfsgrein sé mjög fámenn.
Það er einnig óraunhæft, að 2. stétt skuh vera fjöl-