Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 116
114
varð svo mikill, að bókin ætti fremur heima i a) flokki
en c), enda er flokkunin gróf.
Kristilegur boðskapin* í skemmtisögum er höfundarein-
kenni nokkurra afkastamestu bamabókahöfunda tímabils-
ins, einkum Jóns Kr. Isfelds, Rúnu Gísladóttur, Þóris S.
Guðbergssonar, Hugrúnar (Filippíu Kristjánsdóttur) og
Hannesar J. Magnússonar. Boðskapurinn verður aldrei vel
samgróinn sögunum, heldur vill hann verða eins og límd-
ur utan á. Nokkur dæmi má taka til að reyna að sýna
þetta atriði.
1 fyrsta dæminu eru unglingar í varðhaldi og hafa
hlotið illa meðferð:
„ . . . Það er líklega bezt að reyna að sofna frá þessu
öllu saman og vita, hvað næsti dagur ber í skauti
sínu. Hvað segir þú um það?“
„Því er ég alveg sammála. Mig langar til þess að
geta sofnað frá þessum hörmungum,“ svaraði Hjör-
dís, en bætti svo við: „En eigum við ekki að biðja?“
Gunnar reis á fætur, án þess að svara, og gekk til
Hjördisar. Hún stóð seinlega á fætur, vegna verkj-
anna, sem hún fékk við hreyfinguna. Þau lutu höfði
og Gunnar bað upphátt stuttrar bænar, en svo fóru
þau sameiginlega með Faðirvorið.
Stundin var hlý og mild, auðfundið, að hún var
helguð af himinsins náð. (105, bls. 101)
Næsta dæmi er einnig tekið úr æsilegasta hluta ævin-
týrisins. Stúlkmnar em lokaðar inni í kjallara Krónborg-
arkastala.
„Þegar ég gekk til prestsins fyrir ferminguna, lærði
ég sálm úr Davíðssálmum, sem mér þykir svo vænt
um síðan. Það er 23. sálmur.“
á nú víst að kunna hann líka,“ svaraði Inga.
„Þar segir: „Þótt ég fari um dimman dal, óttast
ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér. Sproti þinn og
stafur hugga mig.“ Þetta er úr bæn Davíðs til Guðs.“
„Já.“