Studia Islandica - 01.06.1976, Page 124
122
höfunda og söguhetja. Skýringar á þessum atriðum er að
finna í stétt og umhverfi höfundanna í bemsku.
Alls munu 23 höfundanna (41.7%) hafa alist upp í
sveit sem börn hænda, og líklega hafa öll prestabömin
meðal höfundanna einnig alist upp í sveit. Aðeins 5 höf-
undar em aldir upp í Reykjavík og 2 á Akureyri, eftir
því sem næst verður komist. Þeir sem þá em eftir (21
höfundur) hafa að líkindum flestir búið í þorpum og smá-
bæjmn í bemsku. Umhverfi söguhetja er líkara aðstæðum
höfunda í bemsku en því umhverfi sem þeir búa í, þegar
þeir skrifa sögumar.
Ef athugaður er tími sagnanna, sem fram kom í 4.1,
sést að rúmlega 42% sagnanna gerast í fortíðinni eða fyrir
miðja 20. öld, og langflestar sögurnar em skrifaðar af mið-
aldra fólki, eins og fram kom á skrá V. Það virðist þvi
Ijóst á umhverfi og tima sagnanna, að höfundar séu þar
að rifja upp bemsku sína eða miða við hana í bókum sín-
um.
Aðeins 6 bamabókahöfundar virðast vera börn sjómanna,
og gæti það skýrt fæð sjómanna í islenskum bamabókum.
1 vel flestum sögum þessara sex höfunda er sjávarpláss
bakgrunnur sagnanna (117, 205, 213, 219, 220, 254, 268).
Einn höfundur, Steinþór Helgason, sem skrifar imdir dul-
nefninu Eysteinn ungi, er sjálfur útgerðarmaður og skrifar
sögur úr lífi sjórnanna (273—5).
Fáeinir höfundanna em mnnir úr 2. stéttar umhverfi.
Einir fjórir eru böm presta, og tveir þeirra, Gestur Hanns-
son (Vigfiis Bjömsson) og Ólöf Ámadóttir, skrifa um
prestabörn. Aðrir höfundar, sem töldust til 2. stéttar í
æsku, en teljast flestir fullorðnir til 3. stéttar, skrifa um
3. stéttar börn.
Nokkrir höfundanna eiga uppruna sinn í 4. stétt. Flestir
þeirra skrifa einnig um 4. stéttar böm, þótt sjálfir hafi
þeir flutt sig upp í 3. eða 2. stétt á fullorðinsárunum.
Böðvar frá Hnífsdal er sjómannssonur, og þorpið í Fremst-
ur í flokki (213) gæti mjög vel verið sniðið eftir Hnífsdal