Studia Islandica - 01.06.1976, Side 28
26
4 UMHVERFI
4.0 1 þessum kafla verður athugað í hvaða umhverfi
söguhetjur búa, hvar sagan gerist og á hvaða tíma. Allar
sögurnar veittu einhverja vitneskju um þetta atriði. Auk
þess er lýst einkennum þéttbýlis og dreifbýlis eins og þau
koma fram í sögunum.
4.1 Það verður fljótlega ljóst við lestur íslenskra barna-
bóka, að meiri hluti þeirra gerist í strjálbýli, sveit eða
smáþorpum, enda kom það á daginn þegar svör við þessu
atriði voru talin. Kari Skjonsberg komst að annarri nið-
urstöðu í athugun sinni, sem nær yfir bæði frumsamdar
norskar og þýddar barnabækur, því hún segir í lok kafl-
ans um umhverfi (miljo): „Bymiljoet er altsá det vanligste
báde i gutteboker og jenteboker . . . .“ (Skjonsberg, bls.
69).
Hér á eftir eru tvær skrár yfir umhverfi í bókum tíma-
bilsins. Sú fyrri er nákvæm, tekur til greina skipti á um-
hverfi og flutninga milli staða. Sú síðari er ónákvæmari,
en segir betur til um aðalumhverfi bókarinnar eða það
umhverfi, sem ræður yfirbragði hennar. Kari Skjonsberg
kallar það „normgivende milja“. Sem dæmi má nefna að
þótt Srunardvöl í Grænufjöllum (342) gerist í strjálbýli,
þá eru viðhorf borgarbúans ráðandi í sumarbúðunum.
Fólkið býr í borg mestan hluta ársins, og sumarbúðirnar
minna miklu meira á borg en sveit. Sú bók flokkast því
undir þéttbýli á skrá II. I sögunni Dularfulli njósnarinn
(211) flýja söguhetjur undan njósnaranum um óbyggðir
Islands og annarra landa, en sú saga flokkast einnig undir
þéttbýli á skrá II, því að drengimir búa i borg og líf þeirra
og viðhorf mótast af því. Báðar flokkast þessar bækur
midir „annað umhverfi“ á skrá I. Þegar sögur gerast uppi
í óbyggðum eða á hafi úti, er umhverfi flokkað á skrá II
eftir því hvar söguhetjur eiga heimili sín.
Venjulega em staðir ekki nefndir sinum réttu nöfnum