Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 30
28
atriði einnig í ósamræmi við niðurstöður Kari Skjensberg.
Af hennar bókum gerðust nokkru fleiri drengjabækur en
stúlknabækur í sveit (Skjonsberg, bls. 65).
Skýringuna á því hve margar sagnanna gerast í strjál-
býli er að nokkru leyti að finna í tímanum, þegar sögum-
ar eru látnar gerast. Átta sögur gerast fyrir síðustu alda-
mót eða í fjarlægri fortíð (113, 116, 202, 207, 209, 212,
239, 260), og 55 sögur gerast á fyrri hluta 20. aldar. Ekki
er nærri alltaf nákvæm tímasetning í sögunmn, en langoft-
ast má sjá af atvinnuháttum, einkum véltækni, hvenær þær
eiga að gerast. Fimm sögur (101, 104, 108, 111, 223) gerast
á tíma ævintýrisins og í ævintýralandi. Það er því aðeins
91 saga, 57.6% sagnanna, sem gerist um eða eftir miðja
þessa öld. Gróf flokkun á umhverfi í þeim sögum fer hér
á eftir.
Skrá III, umhverfi í sögum, sem gerast um og eftir rniSja
20. öld bl. b. (lr.b. st.b. alls
sveit 1 13 9 23
þorp 5 24 3 32
borg 22 12 34
sveit og borg i 1 2
alls 7 59 25 91
Hlutföll milli strjálbýhs og þéttbýlis eru nær lagi hér,
þótt hlutur Reykjavíkursvæðisins sé ekki eins mikill og
raunveruleikinn segir til um. Samkvæmt skrá III gerast
36.3% nútimasagnanna í borg og stórum bæjum, en sam-
kvæmt manntali árið 1960 bjuggu 45.2% íbúa landsins
á Reykjavikursvæðinu og þar með á stöðum, sem höfðu
yfir 10.000 íbúa. Árið 1970 bjuggu 46.4% íbúanna á
Reykjavikursvæðinu, og alls 57.8% bjuggu á stöðum, sem