Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 27
25
ekki að jafnaði frumlegar í vali efnisatriða. Einkum fer
mikið fyrir þessu í sögmn, sem gerast í sveit. Þar hafa fá-
einir viðburðir öðlast hefð í sögum handa börnum. Minna
má til dæmis á sauðburð, berjaferðir, þoku, mannýg naut
og réttir.
f sögum úr þorpum og bæjum eru einnig hefðbundin
minni, þótt ekki séu þau eins fyrirferðarmikil og í sveita-
sögum. Hér má einkum minna á félagsstofnun, sem er afar
algengt minni. Þessi félög eiga ef til vill fyrirmynd sína
í L. F. D. (Leynifélagi drengja) þeirra Salla úr Smiðj-
unni og félaga hans í Suður heiðar eftir Gunnar M. Magn-
úss (268). Sú saga kom út 1937 í fyrsta sinn. Félagsstofn-
un er ekki bundin við sögur úr bæjum, þótt hún sé al-
gengari þar.
Prakkaraskapur af ýmsu tagi er líka algengt minni
bæjasagna, og börn detta í Tjörnina eða sjóinn og villast.
3.3 Fjórar sögur í hópnum eru rammasögur. Amma
segir söguna af því hvemig himinninn varð blár (101) og
af óþekktarorminum Puta í kexinu (251). Afi segir Lubbu
söguna af Angalangi (308), en Staðar-Bogga segir prests-
bömunum söguna um Skessuna í Útcy (113).
Frásagnarháttur er dálítið flóknari í þessum sögum en
ella, einkum í 113 og 308, þar sem tvö svið eru skýr í sög-
unum og í 113 tvennir tímar að auki, Staðar-Bogga segir
bömum prestsins í nútímammi söguna af bömum prests-
ins fyrir um fimm öldum.
3.4 Samkvæmt þessu yfirliti em barnabækur aðallega
þrenns konar, skáldsögur með óslitnmn söguþræði, smá-
sögur um sömu aðalpersónur og rammasögur, þar sem
tveim sögum fer fram að einhverju leyti.
L