Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 103
101
Palli hafði hörfað undan heljarmenninu og reyndi að
finna undankomuleið. Jón beindi höggi að andliti
Palla, sem á síðustu stundu tókst að hörfa undan, en
næsta högg hitti hann á ennið, svo að hann þeyttist
aftur fyrir sig og vissi síðan hvorki í þennan heim
né annan. Geir varð alveg óður yfir að sjá félaga sinn
barinn niður á þennan hrottalega hátt. Hann hljóp
á fullri ferð að Jóni og ætlaði að stanga hann eins
og hina. Fji í staðinn fyrir að lenda í kvið Jóns, lenti
hann á útrétta hendi risans og féll eins og dauður við
höggið. (233, bls. 110)
Þá fór hann að berja mig hingað og þangað um
líkamann. Ég æpti af sársauka . . . þá sneri hann upp
á handlegginn á mér. Enn æpti ég. Þá tók hann
óhreinan sokk og tróð honum upp í mig . . . Þegar
ég ætlaði að fara að taka sokkinn út ur mér, tók hann
trefil og batt hendumar á mér fyrir aftan bak. Mér
leið hræðilega. (270, bls. 123—4)
Auk þess að eiga í höggi við afbrotamenn lenda böm i
kasti við útlenda sjómenn í 213 og við rauðskinna í 225.
1 fáeinum sögum er bömum sýnd líkamleg harka af
fullorðnum yfirboðurum þeirra. Atli og Una (102) em
nánast þrælkuð á stundum. Keli saga kennari slær Ás-
geir í 208 svo að hann fær blóðnasir. Hjalti er sleginn af
húsmóður sinni í 255, og stjúpa Óla og Leu, leiksystkina
Toddu í 343, hýðir Óla og sendir hann matarlausan í ból-
ið. í Sólrún og sonur vitavarðarins (259) er lýst aðkomu
á heimili drykkjumanns, sem hefur sýnt konu og börnum
ofbeldi, en atvikum sjálfum er ekki lýst.
Börnin og unglingamir taka yfirleitt á móti, þegar
glæpamenn ráðast á þau. 1 Sísí, Túku og apakettirnir
ræðst barn á særðan ræningja og slær hann meðvitund-
arlausan með byssuskefti án þess að ræninginn hafi orðið
fyrri til að ráðast á drenginn (112). Nóg hafði ræninginn
unnið til saka að vísu.