Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 70
68
en lýsingar á skólum í borg og bæjum. Þó voru farskól-
arnir skemmri tíma í einu og böm mun færri ár í þeim.
Orsök þessa er eflaust bæði löngun böfunda bamabóka til
að fræða lesendur sína um horfna tíð, og það hve höfundar
nota eigin bernsku mikið í frásögnunum (16.1).
7.1 Yfirleitt er skólinn í bakgmnni sagnanna — eins
og heimilin. Það þarf að ljúka prófum áður en hægt er að
fara upp í sveit eða upp á öræfi (234, 243, 245), eða sögu-
hetjur kynnast í skólanum og það verður upphaf að sam-
skiptum utan hans, sem em i frásögur færandi (203, 216,
226, 303, 310, 322, 329—31).
Fyrir kemur þó að skólinn skipar meira rúm í sögunni.
Gunnar og Hjördís í 105 em bekkjarsystkin, og vett-
vangur rógsins um fjölskyldu Hjördísar er aðallega skól-
inn framan af. Þegar leikurinn æsist, gerist sagan sífellt
meira utan skólans.
f sögunni Börn em besta fólk (208) skiptir skólinn mjög
miklu máli. Megnið af sögunni gerist þar og flestir þeir
stóratburðir sem móta framtíð Ásgeirs.
1 þessum tveimur sögum, 105 og 208, koma fyrir kennar-
ar, sem ekki eru algóðir eins og annars er venjan (sjá 8.1).
íslenskukennarinn í 105 er hranalegur við Hjördísi og
ávítar hana harkalega frammi fyrir bekknum. En hann
heldur, að hún hafi verið að svíkjast um, og verður hinn
besti þegar allur misskilningur hefur verið leiðréttur. Kenn-
arar Ásgeirs (208) eru ekki gallalausir, og það er dreng-
urinn raunar ekki heldur. Báðir aðilar em viðkvæmir og
láta skapið hlaupa með sig í gönur. í þessari sögu er lik-
lega eina lýsingin á uppreisn nemenda gegn kennurum í
íslenskum barnabókum. Frásögnin er sannferðug, bæði
kemiarar og börn eru undir sök seld, þannig að lýsingin
verður ekki einhliða.
Viðhorfið gagnvart skólanum er nær alltaf jákvætt í
sögunum. Skólinn er góð og þörf stofnun og það er æski-
legt að fólk sé duglegt að læra. Þótt Ásgeir í 208 sé í upp-
reisnarhug, les hann námsbækur af kappi og er oftast með