Studia Islandica - 01.06.1976, Page 94
92
10 STÖRF SÖGUHETJA OG STARFSLÝSEVGAR
10.0 Islensk börn eiga lengra sumarfrí úr skóla en al-
gengt rnini erlendis, og þau vinna meira almenn störf en
líklega er venjan í grannlöndum okkar. í þessum kafla
verður talið upp það helsta sem börn starfa við í bama-
bókum, en sjálf störfin eru ekki söguefni yfirleitt heldur
fyrst og fremst bakgrunnur.
10.1 Sveitastörf eru algengustu störf barna og unglinga
eins og að likum lætur (sbr. 4. kafla). f flestum sögum,
sem gerast í sveit, er eitthvað minnst á störf þar, en góðar
lýsingar og nákvæmar á sveitastörfum eru sjaldgæfar.
Oftast eru störfin í sveitinni bakgrunnur, sem lítið er hirt
um að gefa lifandi myndir af (t. d. í 214, 217, 233, 247,
263, 267, 277, 301, 302, 326).
Afbragðsvel gerðar lýsingar á störfum bama og ung-
linga í sveit er að finna í Atli og Una (102), Hjaltabók-
unum (237, 255), Sumar í Sóltúni (269) og Hanna María
og villingarnir (324). 1 þessum sögum eru störf barnanna
lifandi þáttur í efninu og atburðir gerast oft meðan börn-
in em að vinna. Einkennandi fyrir Hjaltabækumar er, að
lesandi kynnist fólkinu við störf þess, sér þá, hverjir
eðlisþættir þess eru. Eitt fyrsta verk Hjalta á Laugamýri
er að bera taðhnausa frá Palla, sem stingur þá, til Jóhanns,
sem ekur þeim út á fjárhúshól til þerris:
Það er erfitt verk að bera hnausana til dyranna.
Meðan stungið er fremst úr krónum, er það léttara,
en strax og innar kemur, versnar sagan. Þá verð ég
að hlaupa fram og til baka, ef ekki á að safnast fyrir
. . . En það er sama, þó að ég beiti allri orku minni
og öllu sálarþreki minu að þessu eina marki, ég hef
ekki við. Hnausarnir taka að safnast fyrir í krónni.
— Þú verður að herða þig, strákur, mig vantar í
hjólbörurnar, segir Jóhann . . .
Palli hefur tekið sér hvíld . . . Hann segir ekkert