Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 88
86
(107, 117, 241, 246, 266, 311, 315, 323, 324, drengjabækur
skáletraðar).
Sáralitla hvatningu fá stúlkur í þessurn bókrnn til að
mennta sig eða læra að standa jafnfætis drengjum. f sög-
unni um Bakka-Knút ætla drengirnir í menntaskóla en
Sóley í húsmæðraskóla. Móðir aukapersónu í Eygló og
ókunni maðurinn (322) fordæmir menntun stúlkna og
segir, að þær eigi að læra að hugsa mn börn og búa til
mat í stað þess að ganga í skóla. Dóttir hennar er í mennta-
skóla (bls. 69). Nánar er fjallað rnn þetta atríði í 7. kafla.
í sögunni Strokupilturinn (267) er samtal milli hjóna,
sem endar á þessa leið:
— Þú hefðir átt að verða kvenfrelsiskona, sagði
hann. — Þú ert svo mælsk og sannfærandi, þegar þú
vilt það við hafa.
— Ég kæri mig ekki um meira kvenfrelsi en ég
hef, sagði mamma hlýlega. — Við höfum staðið sam-
an hingað til, og ég vona, að við gerum það áfram.
(267, bls. 99)
f fleiri sögum kemur það fram, að það getur ekki farið
saman að búa í hjónabandi og vera sjálfstæð kona. Birna,
aukapersóna í Katla kveður (328), vill ekki binda sig,
hún ætlar að verða listakona. í siðustu Toddubókinni (345)
segir söguhetja: „— Uss, sagði Todda. —• Ég kæri mig
ekkert um að giftast. Ég vildi helzt læra eitthvað, svo að
ég gæti unnið fyrír mér og gert eitthvert gagn.“ (bls. 64)
9.3 í nokkrum sögum er hinni hefðbundnu mynd lítið
eitt vikið við, án þess að á henni séu gerðar meginbreyt-
ingar.
Faðirinn tekur að sér húsmóðurhlutverk í 230, 287, 309,
og 343 vegna veikinda móðurinnar, yfirleitt um mjög
skamman tíma. Móðirin er fjarverandi í einni bókinni
aðeins, Knattspj'rnudrengnum (230), en fram kemur, að
öllum systkinunum hefur verið komið fyrir annars staðar
nema söguhetjunni, sem er 12 ára drengur. Afinn sér um
heimilið í Salómon svarti og Bjartur (257) eftir lát ömm-