Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 106
104
skinsböm að ölluxn jafnaði, sem ekki gera öðrum illt og
eru allra vinir. Andlegt ofbeldi er oftast tengt félagslegri
mismunun, annaðhvort vegna þjóðfélagsstöðu, líkamslýta
eða skorts á greind, og slíkt er fremur fátítt í sögum þess-
um, eins og áður hefur komið fram (5., 6., 7. kafli).
Ofbeldi er alltaf neikvætt baráttutæki í sögunmn. Sögu-
hetjur beita því aðeins í sjálfsvöm og oftast em það þær,
sem fyrir því verða.
13 ÞJÓÐERNISSTEFNA. AFSTAÐA TIL ANNARRA
ÞJÓÐA OG KYNÞÁTTA
13.0 Hér verða athuguð viðhorf til eigin lands og þjóð-
ar og annarra þjóða í bamabókunum.
13.1 íslensk þjóðernisrómantík er nokkuð áberandi í
sögunum. Oftast kemur hún fram í aðdáunarfullum lýs-
ingum á íslensku landslagi og á Islandi sem föðurlandi
(201, 217, 222, 234, 236, 240, 253, 255, 272, 285, 289,
309, 311, 324, 327, 343, 345, 346). Árna í Ljáðu mér
vængi (236) dreymir um að klæða landið, sjá öræfin
gróin, og leggur sjálfur fram drjúgan skerf til þess. Að-
dáun á íslenska fánanum kemur fram í 107.
1 Víkingaferð til Surtseyjar eftir Ármann Kr. Einarsson
(285) er þjóðemisdýrkun með meira móti. Aðalsöguhetj-
umar heita Ingólfur og Leifur, em nafnar fyrstu land-
námsmannanna, og Ingólfur semur leikrit um landnám
þeirra nafna síns og Hjörleifs. Þetta verður eins konar
fræðslurit um landnám Islands, kennslubók í sögu í skáld-
söguformi. Þeir félagar nema svo sjálfir land í Surtsey,
sem er nýrisin úr sæ, þegar bókin er skrifuð (bókin kom
út 1964).
Þjóðemisstefna kemur einnig nokkuð sérkennilega fram
í Anna Heiða í útlöndum (311), þar sem söguhetjan og
vinstúlkur hennar finna handrit, sem rænt hefur verið úr