Studia Islandica - 01.06.1976, Side 77
75
Stærsti samstæði hópurinn, sem böm og unglingar hafa
skipti við í bamabókum, brýtur þó þessa grundvallarreglu.
1 alls 27 sögum1) komast krakkar í einhver kynni við af-
brotamenn, oftast í unglingareyfurunum, þar sem böm og
unglingar leika hlutverk lögreglumanna. Óreiðumenn og
smáþjófar eru í 8 sögum í viðbót (102, 207, 236, 243, 246,
248, 274, 315).
Persónusköpun þessara afbrotamanna er að jafnaði af-
skaplega einhæf. Þeir em axmaðhvort gerðir hjákátlegir
eða tilfinningalausir grimmdarseggir. Raddir þeirra eru
grófar eða skrækar, þeir hlæja kuldahlátri eða glotta háðs-
lega. Stundum era þeir líkari tuddum en mönnum. Einum
er lýst á eftirfarandi hátt eftir að hann hefur misþyrmt
söguhetjum:
Þegar kvein þeirra vom að mestu köfnuð í stunum,
var eins og æðið rynni af þeim ókunna. Hann horfði
á ungmennin, sem hann sá þama fyrir fótum sér
engjast af kvölum. Allt í einu yppti hann öxlum og
hryllti sig, fnæsti, barði saman hnefunum og gretti
sig. Svo sneri hann loks til dyra og lokaði vandlega á
eftir sér. (105, bls. 106)
Ekki eru þorparamir frýnilegir í úthti yfirleitt, sumir
nefstórir og aðrir með ör í andlitinu. Nokkur dæmi má
taka til að sýna þetta atriði nánar.
„Hann var alskeggjaður, nefstór og með hvöss augu.
Neðan undan húfu með gljáderi . . . gægðust svartar hár-
flyksur. Knúti fannst hann aldrei hafa séð jafn rosalegt
andlit.“ (203, bls. 71) „Hann var fremur útskeifur og
tæmar á skóninn beindust talsvert upp á við . . . Hann
var stórskorinn í andliti og hafði ör yfir vinstri augabrún!"
(230, bls. 99) „Röddin var dimm og dmngaleg eins og
eigandinn . . . maður þessi var risavaxinn . . . og það sem
meira var, hann var loðinn eins og api.“ (233, bls. 76)
1 105, 107, 112, 201, 203, 205, 208, 211, 225, 230, 231, 232, 233, 234,
238, 239, 240, 242, 250, 253, 266, 270, 273, 282, 286, 311, 322.