Studia Islandica - 01.06.1976, Side 24
röngu, hættur að sjá nokkuð annað en hið illa við menn
og málefni. Honum verður ekki bjargað. Ef til vill er
höfundur að sýna í Ragnari hvemig aðalpersónan Ásgeir
hefði getað orðið, ef aðstæður hans hefðu verið verri.
2.4 Gaman hefði verið að gera persónum bamabók-
anna betri skil, einkum þeim, sem eitthvað er spunnið í,
en þess er ekki kostur nema lengja þennan kafla úr allri
hömlu. Hins vegar kemur væntanlega fleira fram mn
persónurnar, þegar nánar verður fjallað um heimili þeirra
og umhverfi.
Augljóst er þó á þessu yfirliti, að myndin af íslenskiun
bömum er að jafnaði máluð mjög björtum litum í barna-
bókum. Börn, sem sögur eru sagðar af, eru falleg, góð og
gáfuð. Og leiðist þau af vegi dygðarinnar, er það aðeins
um stundarsakir.
3 EFNI, GERÐ BÓKANNA, ÞEMA
3.0 Hér verður stiklað á stóru eins og í 2. kafla,
einkum rætt um gerð barnabókanna í heild, en lítið fjallað
um einstök minni, enda væru þau efni í aðra ritgerð.
3.1 Það sem vekur athygh við lestur margra barna-
hóka í lotu er, hve margar þeirra em í rauninni safn
smásagna um sömu persónu eða persónur en ekki ein sam-
felld saga með ákveðnu upphafi og ákveðnum þræði, sem
leiðir til einhvers konar endalykta, eins og við eigum að
venjast í sögum handa fullorðnum. 1 þessum sögum er
yfirleitt nokkur kynning í upphafi á persónum og stund-
um staðháttum líka, en eftir það eru kaflamir sjálfstæðir
og gætu stundum verið í annarri röð en þeir em hafðir í
bókinni. Þetta virðist vera einkennandi fyrir gerð bama-
bóka og koma mun sjaldnar fyrir í bókum handa öðrum
aldursflokkum.
Ástæðan til þessa er að líkindum sú, að margar bama-