Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 47
45
eru tekin í fóstur á myndarlegu sveitaheimili (3. stétt).
Þau flytja því eiginlega bæSi upp og niður á við í stétt,
þótt vegur þeirra fari í rauninni síbatnandi.
Oftast flyst fólk úr 4. stétt, þrisvar upp í 3. stétt og
fjórum sinnum upp í 2. stétt.
Móðir Gauks (216) er fátæk iðnverkakona, en í bókar-
lok kemur bóndi hennar, sem hafði verið álitinn drukkn-
aður, skyndilega heim, efnaður af gullgrefti, og þjóðfé-
lagsstaða þeirra mæðgina breytist töluvert. Þau flytjast
þó fremur í 3. stétt en 2. Faðir Högna (222) er atvinnu-
laus verkamaður í bókarbyrjun, en hann fær starf sem
vitavörður og fjölskyldan flyst í 3. stétt. Todda (344)
flytur úr lágstéttarumhverfi í Kaupmannahöfn (4. stétt)
i blómlega íslenska sveit.
Faðir Óttars (278) er uppflosnaður kotbóndi, en syni
hans tæmist arfur, og hann verður heimilismaður hjá
auðugum kaupmanni í Reykjavík meðan hann er í mennta-
skóla. 1 bókarlok trúlofast Öttar kaupmannsdótturinni og
tryggir þar með sess sinn í 2. stétt. Adda er munaðarlaus
og í fóstri hjá fátækri erfiðiskonu (4. stétt), sem þar að
auki er vond við hana, í upphafi sögu sinnar (301). En
hún flyst í 2. stétt, þegar læknishjónin taka hana að sér.
Móðir Kötlu er búðarkona (330) en giftist efnuðum versl-
unareiganda og flyst í 2. stétt. Ásta (342) er dóttir ófag-
lærðs iðnaðarmanns, en hún vinnur í 2. stéttar umhverfi
í Bandaríkjunum og fellur vel inn í það, enda er hún í
menntaskóla og er því sjálf að færa sig milli stétta.
1 tveimur bókum fer fólk úr 3. stétt í 2. stétt. Nonni fer
úr umsjá móður sinnar undir verndarvæng fransks aðals-
manns og þýskra doktora (207). Móðir Ásgeirs (208)
hættir störfum sem skrifstofustúlka og fer að stunda sjálf-
stæðan atvinnurekstur. Á högum þeirra mæðgina verður
breyting við þessi skipti. Þau flytja úr kjallai’aíbúð í eigið
hús.
5.3 Eins og kom fram á skrá IV er starf föður og/eða
móður óljóst í alls 45 tilvikum. Þau störf eru öll unnin i