Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 83
81
Hann er lika með sítt hár og þegar hann snýr i lokin frá
villu síns vegar, lætur hann klippa sig.
Um samhand harna við lögregluna verður fjallað í 14.
kafla.
Auk þessara hópa fólks umgangast börn og unglingar og
hafa samband við margvíslegt annað fólk, og verður þess
helsta getið í einfaldri upptalningu.
Góður töfralæknir hjálpar hörnuntun í 112, sagnafróð
vinnukona segir bömunum sögu í 113, og í sögunni hjálp-
ar tröllskessa ungu stúlkunni til að flýja þursinn. Kári
kynnist málara í 228. Vífill og Smári fylgjast með störf-
um fornleifafræðings í 265, en hann er fremur leiðinlegur
maður. Leiðinleg ráðskona er á hæ öddu í 302 og fúllynd
starfsstúlka á barnaheimilinu með Önnu Heiðu í 312. Skrít-
in kerling er meðal persóna í 349 og 350. Fín frú og held-
ur hrokafull er persóna í 324. Galinn maður er félagi
bamanna í 326. Rithöfundur er góður vinur Kára í 226,
en starfsbróðir hans, verðlaunarithöfundurinn í 341, er
ekki jafnvænn, að minnsta kosti ekki í augum söguhetju:
Þetta var þá maðurinn, sem gat skrifað öll þessi
ógeðslegheit um mann og konu, svo að öll vinátta,
öll ást varð ljót, — brjáluð og tryllt.
Þarna stóð hann fyrir framan hana, meinleysis-
legur, hrosandi, venjulegur maður.
Hana hryllti við, er hún hugsaði til þess, að í hug-
skoti hans leyndist það ljótasta og ógeðslegasta, sem
hún vissi til. (341, bls. 12)
Svona skýr og neikvæð afstaða er ekki tekin til neinnar
annarrar persónu í bókum timabilsins, ekki einu sinni til
glæpamanna.
Þótt hér hafi verið talið upp margvíslegt fólk, sem gegn-
ir hlutverkum í sögunum, má minna á og ítreka það, sem
sagt var í upphafi, að samband hama og unglinga við þetta
fólk er að jafnaði yfirborðslegt. Börn og unglingar hfa
mest sínu eigin lífi og þurfa aðeins við og við á fullorðnum
6