Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 119
117
Afstaða gagnvart nútímaskáldskap og málaralist kemur
fram hjá einni persónu, vænum, gömlum mamii, í Vetr-
arævintýri Svenna í Ási:
„ . . . En mikið skelfing er bágt fyrir ykkur með list-
imar! Það er aumasta forsmánin. Já, þið verðið ekki
andlega feitir af skáldskapmun, sem kallaður er „af-
strakt“ eða eitthvað þess konar. Ja, það er nú meiri
hörmimgin!“
„Þú átt víst við „atóm“ i skáldskapnum.“ . . .
„Æi-já. Það er víst „atóm“-skáldskapur, en „af-
strakt“ málaralist. Það er varla von að maður geti
gert greinarmun á vitleysunni, enda er hún eigin-
lega öll eins! Þeir syngja mest, sem minnst hafa með
það að gera og ekkert hafa lært í söng . . . “
(282, hls. 102)
Þessum skoðunum er ekki mótmælt í sögunni, sem er eft-
ir Jón ICr. Isfeld. Þess má geta, að hann gaf út níu barna-
bækur á þeim ellefu árum, sem hér eru til athugunar.
1 sögunni Óli og Maggi firrna gullskipið (243) er óreiðu-
unglingurinn með sítt hár, og í annarri bókinni um Gauk
er eftirfarandi umsögn um nútímatónlist: „Það var sólskin
og saklaus gleði yfir þessari samkomu, og einhvern veg-
inn hafði tekizt hingað til að forða skemmtanalífi skólans
frá þeirri bítlaómenningu, sem fór nú eins og eldur í sinu
um landið.“ (216, bls. 52—3)
I þeim dæmum, sem nú voru talin, er fremur um að
ræða fordóma en siðalærdóm eða boðskap.
15.2 Næststærsti hópurinn er a) flokkur. Þar höfnuðu,
eins og áður gat, bækur þar sem fræðsla eða siðaboðskapur
vildu bera söguna ofurliði, hoðskapurinn eða fræðslan
sýndist koma fyrst, sagan á eftir.
Gott dæmi um fræðslubók er Jólaeyjan (224). Þar er
söguhetja mjög vel að sér í jurtafræði:
Kamfóru til dæmis að taka kvað hún vera unna
úr kamfórutrénu — cinnamomum camphora, nees
eða camphora officinarum . . . og þegar ég óð i