Studia Islandica - 01.06.1976, Side 31
29
höfðu 10.000 íbúa eða fleiri (Reykjavik, Kópavogur, Hafn-
arfjörður, Akureyri).1)
Hlutur þéttbýlisins er því mjög skertur, þótt vinsaðar
séu úr allar sögur, sem ekki gerast á síðustu tuttugu til
þrjátiu árum.
4.2 Helsta einkenni sveitarinnar í sögunum, sem þar
gerast, er að þar taka bömin þátt í störfum fullorðna fólks-
ins. Þótt þau eigi sín ævintýri, er allt líf þeirra samofið
lífi annarra heimilismanna. Þau vinna sömu störf og full-
orðnir, með þeim eða fyrir þá. Og litlu bömin eru með
mömmu inni í bæ eða með pabba úti við. Friður og öryggi
umvefja söguhetjur.
Nokkur dæmi má taka til að sýna þetta atriði betur.
„Dagný settist niður hjá sóleyjunum, en í því kom pabbi
hennar og bauð henni að koma með sér til kindanna.“
(103, bls. 15) „Dísa var á þönum alla daga. Hún átti
ljómandi fallega hrífu . . . Þessa hrifu notaði Dísa óspart.
Hún rakaði, þurrkaði og tók saman hey, eins og hitt fólkið.
Hún var alveg óþreytandi.“ (317, bls. 18) „Þegar Sveinn
var tíu ára, hafði hann lært að kveikja og slökkva á vit-
anum. Það hafði honum þótt gaman og hafði hann oft
síðar gert það fyrir pabba sinn.“ (261, bls. 6) „En Kári
vildi endilega hjálpa til, og í sveitinni var alltaf nóg að
starfa.“ (227, bls. 59)
Bömin eru líka fróðleiksfús, og alltaf er einhver nærri,
sem er fús til svara:
Smári var feginn, þegar búið var að klippa reifið af
Gránu. Næst á eftir tóku þær [svo] gamla á, sem var
svo gæf, að hún hreyfði sig ekki. Þá datt Smára í hug
að spyrja um dálítið, sem hann hafði oft hugsað um.
— Hvemig var það í gamla daga, þegar fært var frá?
— Þá vom lömbin tekin frá ánum á vorin og rekin
inn á afrétt, en æmar mjólkaðar heima yfir sumarið,
svaraði Bjami.
1 Hagtíðindi, gefin út af Hagstofu fslands, 58. árg., Nr. 7, júlí
1973, bls. 123—124. Úrvinnsla mín.