Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 80
78
og hún veit um, er leynivínsala, einkum til unglinga. Einn-
ig kemur hann stohnni ávísun í vasa stúlkunnar. Það eru
því ekki afbrot á heimsmælikvarða, njósnir eða eiturlyfja-
smygl, sem fjallað er um í þessum stúlknareyfurum, held-
ur minni háttar og einstaklingsbundnir glæpir. Þriðja
leynilögreglusagan um stúlkur, Anna Heiða í útlöndum
(311), fjallar einnig um þjófnað eins manns.
Næststærsti samstæði hópurinn, sem börn umgangast
í barnabókum, eru kennarar. Þeir eru ákaflega ólíkir fólk-
inu í stærsta hópnum, góðir menn og gegnir þar sem hinir
eru slæmir menn og gagnslausir. Stundum eru kennarar
eins konar æðri verur, sem litið er upp til (103, 206, 309),
en oftar eru þeir vinir í raun og hjálparhellur hamanna,
þegar þau þurfa á að halda (203, 214, 226, 268, 280, 285,
301, 337, 338, 339, 347, 349). Skólastjórar gegna svipuðu
hlutverki í 217, 272, 316, 341, og knattspymuþjálfari og
umsjónarmaður sumarbúða í 230.
Þess var áður getið (5.1), að kennaraböm em fátíð sem
aðalsöguhetjur í bamabókum, þótt margir bamabókahöf-
undar séu jafnframt kennarar (16.1). Það virðist þvi lík-
legt, að kennarar skrifi að jafnaði ekki bækur um bömin
sín, heldur leiki þeir sjálfir dálítil hlutverk í sögunum
sem aðstoðarmenn bamanna. Mér telst svo til, að 18 af
þeim 20 bókum, sem nú vom nefndar og þessir góðu kenn-
arar koma fyrir í, séu eftir kennara.
Kennarar em vinsamlegir og góðlátlegir í viðmóti. Erf-
itt er að finna samþjöppuð dæmi um lýsingar á þeim.
Teknar em glefsur úr frásögn Vaskra vina (280) af því,
þegar kennarinn í þorpinu hittir pömpiltinn Óskar: „. . .
þar var líka gestur, ungur maður, hár og myndarlegur . . .
Maðurinn gekk til Óskars og heilsaði honum glaðlega . . .
— Lízt þér bara illa á mig? spurði Trausti glettnislega
. . . — Eigum við samt ekki að rabba eitthvað saman?
spurði Trausti léttilega ... — Hverju þykir þér þá helzt
gaman að? spurði Trausti brosandi ... — Til hvers heldur
þú, að ég hafi komið? spurði hann rólega.“ (bls. 89—91)