Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 110
108
landi og lenda söguhetjur í kasti við rauðskinna. I 229
koma indjánar við sögu í frásögn, sem frændi söguhetj-
anna segir þeim frá Amerikudvöl sinni.
Loks er aðeins tæpt á gyðingahatri í 342, sem gerist í
Bandaríkjunum. Söguhetja er andstæð því. Og í 317 er
aukapersónan Óli sagður „júðalegur“ (bls. 41).
í sögunni Sísí, Túku og apakettimir (112) gerir Kári
Tryggvason tilraun til að semja fordómalausa sögu, þar
sem allir kynþættir eiga sinn fulltrúa. Persónueinkenni
eru þó mjög hefðbundin eftir kynþáttum. Hvítu bömin
eru aðalpersónurnar og mest fyrir þau gert, þau em falleg,
hjartagóð og skynsöm. Rauði drengurinn er vændur um
tilfinningakulda. Svipur hans er óræðin- þegar hvítur vin-
ur hans særist, og hann glottir við tönn. Þegar hann skilur
við ljónshvolp, sem hann hefur gert munaðarlausan, segir
í sögunni (sögumaður hefur orðið): „En nær er mér að
álíta að hjarta Rauðs litla hafi verið ósnortið af hinni sönnu
meðaumkun.“ (bls. 26—8) Svarti drengurinn hins vegar
„reiddi ekki vitið í þverpokum. Og hann var trúr eins og
tröllin.“ (hls. 37) Hann er kallaður Surtur en ekki Svart-
ur til samræmis við hina drengina, sem heita Hvítur,
Gulur, Rauður og Brúnn.
Kynþáttamisrétti kemur fyrir í ævintýrinu Af hverju
er himinninn blár? (101) þar sem dvergurinn má sam-
kvæmt lögum ekki giftast álfameynni. Það fæst lagfært.
1 þremur öðrum ævintýrum, 113, 212 og sagnaflokkinum
332—8, er skessum borin vel sagan, en þursinn í 113 er
heldur óyndislegur.
13.4 Afstaða gagnvart erlendum þjóðum er samkvæmt
áðursögðu yfirgnæfandi jákvæð. 1 nokkrum sögum kemur
þetta fram almennt, t. d. í Nonnabókunum (202, 207)
og Bömin frá Víðigerði (209). Ásgeir í Sumar í Sóltúni
(269) er hreykinn af því að eiga föður, sem er forframaður
erlendis. Því er þó ekki hægt að neita, að fordómar gagn-
vart öðrum þjóðum og kynþáttum eru til í íslenskum bama-
hókum.