Studia Islandica - 01.06.1976, Side 112
110
„Nei, ekki beinlínis glæpur“, svaraði ég. „En það
er stuldur. Og sá, sem gerir það, hann er þjófur“.
„Hvaða vitleysa. — Svona smámunir. — Það kalla
ég ekki þjófnað“.
„Jú, víst er það þjófnaður, þó að það sé ekki í
stórum stíl. Það byrja allir á litlu, en hætta ekki,
fyrr en það er orðið mikið. Það sagði mamma mín
mér.“ (207, bls. 153—4)
Og Nonni fær drenginn að lokum til að skila þýfinu.
1 Frissi á flótta kemur virðingin fyrir yfirvöldunum
fram í því, hversu gott hælið fyrir vandræðadrengina er
í sögunni. Forstöðuhjónin eru afar gott fólk og hafa full-
kominn aga á drengjunum. Það er raunar ekki nokkur leið
að sjá það á drengjunum á hælinu að þeir séu vandræða-
drengir (214).
Lotning fyrir yfirvöldum kemur einnig fram í bókun-
um um Gvend Jóns og félaga (219—20), en þar er hún
blandin töluverðri kímni. Valdi pól vekur ótta hjá drengj-
unum, en hann vekur einnig kátínu. 1 fleiri sögum eru
þjónar réttvísinnar sýndir i skoplegu ljósi, þótt lögunum
sé hlýtt og þau virt. Hreppstjórinn í 109 er hálfgerður trúð-
ur og líka þorpstjórinn í 110. Láki lögga er mesti sauður
í bókunum um Salómon svarta (256—7), en sýslumaður-
inn er þar hins vegar myndarlegasta yfirvald. I sögum
Gests Hannsonar (266 og 286) er sýslumaður heldur kátleg
persóna.
Annar lögregluþjónninn i 208 er vænn maður en hinn
er hálfgerður ruddi. 1 Ævintýri í borginni (349) er einnig
annar lögregluþjónninn góður, af því að hann er hlynntur
hundahaldi, en hinn leiðinlegur, af því að hann bendir á
að hundahald sé bannað.
Miður væn yfirvöld koma fáeinum sinnum fyrir. Kon-
ungurinn í 111 er harðlyndur maður, einkum áður en
hann tekur trú. Og konungurinn í 212, sem raunar er Har-
aldur hárfagri, er einnig harðstjóri. Skipstjórinn á skipi