Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 34
32
kasti við eggjaræningja, þegar þeir gæta æðarvarps í 245.
Steini og Danni láta sér nægja að stofna íþróttafélag í
sveitinni (263), en strákar í Straumey (265) bjarga bresk-
um togara.
í bókunum um Önnu Heiðu, sem gerast í sveit (312—
14), er látið líta svo út sem mikil og hættuleg ævintýri séu
á næsta leiti, en það reynist þó alltaf gabb. Sögur af borg-
arstúlkum, sem fara í sveit, eru annars mjög svipaðar
sögum af stúlkum, sem búa í sveit (t. d. 302, 328, 331,
350).
Sveitin er bömum nær alltaf gott og hollt umhverfi,
þar sem ekkert illt þrífst. Þar býr gott fólk, sem leyfir
börnunum að vera með sér, hefur tíma til að sinna þeim.
Þótt meirihluti glæpareyfara tímabilsins gerist í sveitum
eða óbyggðum, koma ekki fyrir sögur þar sem sveitaböm
standa sjálf í stórræðum ein sem aðalpersónur. Vondir
menn og bófar em utanaðkomandi menn nema í einu til-
viki. Bóndinn í Eiríksfirði í sögunni Á flótta og flugi eftir
Ragnar Jóhannesson (201) er sérkennileg blanda af hug-
sjónamanni og forhertum smyglara. Hann smyglar til að
ná sér í peninga á auðveldan hátt, svo að hann geti byggt
upp jörðina, sem hann hefur svo mikið dálæti á.
4.3 Líf barna í borg, bæjum og þorpum hefur yfirleitt
sömu almennu einkennin í bamabókunum. Bömin þar hfa
sínu eigin lífi með heimilin sem bakgmnn. Þau em sjálf-
stæð, óháð fullorðnu fólki að jafnaði og taka ekki þátt í
störfum þess. Þau em sínir eigin herrar. Einkum hafa þau
minna samband við feður sína en böm í sveitum. Oft er
óljóst við hvað faðirinn starfar, enda skiptir það hamið
eða unglinginn litlu máli (sjá 5. kafla). Á þessmn megin-
einkennum ber mest í drengjasögum.
Nokkur dæmi skulu nú talin mn sýsl bæjarbarna.
Bömin í 105 og 107 vinna sjálfstætt að því að koma
upp um afbrotamenn. Drengir grípa þjófa glóðvolga, þeg-
ar þeir em úti að kvöldlagi í 201. Drengimir í 203 og 232
stunda sjálfstæða útgerð. Ásgeir í 208 tekur sjálfur ákvörð-