Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 73
71
sína uppfyllta. Toddu (345) langar að læra barnagæslu
eða að verða kennari, en óvíst er að tök verði á að veita
henni það. Hugsjón Toddu er sú „að eiga Sunnuhlíð,
byggja hér stórt og fallegt hús, láta virkja lækinn og raf-
lýsa með vatnsorku, rækta blóm og tré heima við bæinn,
og svo vildi ég hafa hér heimili fyrir fátæk böm, sem eiga
engan að“ (345, bls. 116).
Eins og sést á nöfnum persónanna og tölum bókaima
er það miklu algengara að drengi dreymi háleita drauma
um framtíðina en stúlkur. Stúlkur eru þó metnaðargjamari
á neðri námsstigmn, gremst þegar annar er betri en þær
(304), vilja ljúka námi á undan jafnöldram sínum (307)
og vera efstar á prófum (309). En þær hugsa minna um
framtíðina. Engin stúlka stefnir að háskólanámi. Þær fara
í menntaskóla fáeinar (Adda, 302, 303, 307, Eygló, 322,
Katla og Svala, 328, Ásta, 342), aðrar líta á gagnfræða-
próf sem lokatakmark (311). Ein ætlar að verða auglýs-
ingateiknari (311), ein söngkona og ein rithöfundur (328
—31). 1 drengjabókum fara stúlkur í húsmæðraskóla (203,
236) eða læra á píanó (259, 278). Drengir í stúlknabókum
fara hins vegar í læknisfræði (303, 307, 311, 316, 342)
eða annað háskólanám (322, 341, 345) og í menntaskóla
(314, 316, 340, 328).
Skáldadraumar og listþrá koma fram hjá nokkrum sögu-
hetjmn. Steina (229, 247, 248, 267) dreymir framtiðar-
drarnna um að verða embættismaður og bóndi, en fyrst og
fremst ætlar harm að verða skáld og orgelleikari. Auka-
persónan Daði í 232 stundar tréskurðarlist. Palli (272,
277) ætlar að verða tónlistarmaður. Dísu á Grænalæk
(318) langar til að verða listmálari. Áður var minnst á
Gauk (216), Öttar (278) og drengina í Suður heiðar (268),
sem vildu verða skáld, söngvari og hljómlistarmaður.
Loks má geta þess, að einu barnaheimilisbömin í þessum
bókrnn, drengimir í Strákar era og verða strákar (264),
era mjög ánægðir á bamaheimilinu og hlakka til að byrja
í skóla.