Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 101
99
Athyglisvert er, að sjö af þessum níu bókum eru drengja-
bækur, í einni eru sögupersónur af báðum kynjum. Aðeins
er minnst á atvinnuleysi í einni stúlknabók.
Yfirleitt er atvinnuleysið ekki mikið böl i þessum bók-
um. Móðir Ásgeirs í 208 er atvinnulaus um skeið, en þau
virðast hafa úr nógu að spila, enda stofnar hún fyrirtæki
á þessu tímabili. í Kárabókunum (226, 228) er faðir Kára
atvinnulaus um langt skeið, en ekki er þess getið í sög-
unum á hverju fjölskyldan framfleytir sér. Nokkrar áhyggj-
ur hafa persónur bókanna af þessu, en fjölskyldan er þó
mjög sæl. f Leyndardómi á hafsbotni (232) er almennt
atvinnuleysi í þorpinu þar sem sagan gerist, en það er
ekki vandamál í sögunni. f seinni sögunni um Óttar (278)
er aðeins drepið á atvinnuleysi sveitamanna á mölinni,
líklega skömmu eftir lok fyrri heimsstyrjaldar. Faðir Unu
í 102 verður að taka hvaða atvinnu sem býðst, og öryggis-
leysi hans veldur því að telpan er send i sveit. Faðir Ragn-
ars, aukapersónu í 283, er atvinnulaus, og það veldur því
líklega með öðru, að drengurinn fer að stela.
Faðir Högna í Högni vitasveinn (222) er atvinnulaus
í upphafi sögunnar. Hann er erfiður í lund og harður við
fjölskyldu sína, en á honum verður meginbreyting við
það að fá atvinnu. Hér er atvinnuleysið greinilegt böl, sem
úr rætist.
Loks er svo raunsæ umræða, þótt ekki sé hún mikil, um
atvinnuleysi og verkföll í Todda frá Blágarði (343). Faðir
Toddu er atvinnulaus vegna verkfalls um skeið og einnig
feður leiksystkina hennar. Bæði verkföll og atvinnuleysi
eru uggvænlegar staðreyndir í lífi þessa lágstéttarfólks.
Atvinnuleysi er ekki beisklegt böl í barnabókum þessa
skeiðs eins og á þessari upptalningu sést, enda var ekki
bagalegt atvinnuleysi í landinu nema lítinn hluta þessa
tímabils (1967—68). Það atvinnuleysi kemur aðeins fram
í einni sögu, 232, sem minnst var á að framan.
113 Vandamál hins stóra heims virðast ekki koma les-
endum barnabóka mikið við. Einna markverðast í því sam-