Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 58
56
er mjög lítill gaumur gefinn, oftast lögð megináhersla á
að fjölskyldan sé hamingjusöm og heimilið fallegt eins og
kemur að í næsta kafla.
6 HEIMILIÐ OG PERSÓNULEG VANDAMÁL
6.0 Hér verður fjallað um heimih og fjölskyldulíf sögu-
hetja, sérstök fjölskylduvandamál, ef einhver eru, og per-
sónuleg vandamál söguhetjanna.
6.1 Heimili eru góð og falleg í íslenskum barnabókum.
Fólki líður vel heima, og enginn ágreiningur er milli for-
eldra og barna eða hvorra um sig innbyrðis, ekkert kyn-
slóðabil, engin uppreisn. Þetta er meginmyndin, sem les-
andi fær af heimilum í bókunum, og eina myndin í 91
sögu af þeim 159, sem hér eru til athugunar, eða 57.2%
þeirra. 1 27 sögum til viðbótar (17%) fær lesandi enga
hugmynd um heimili söguhetjanna. Ævintýrið skiptir þá
öllu máli eða bömin em fjarri heimilum sínum.
Nokkur dæmi skulu nú tekin um heimilishamingju í
sögunum.
Hér er dóttirin á heimilinu nýkomin frá útlöndum:
Þau fjögur settust að matborðinu í borðstofunni.
Þegar fyrsti réttur hafði verið borinn inn, beygðu
þau höfuð sín og Lilja bað bænar, þar sem hún meðal
annars þakkaði Guði fyrir, að hann skyldi hafa leyft
fjölskyldunni að sameinast aftur. (259, bls. 36)
Á heimilinu, sem er í einbýlishúsi, er sérstök borðstofa,
vinnukona (fjölskyldan er öll sest, þegar maturinn er bor-
inn inn), og talað er um fyrsta rétt, þannig að þeir em að
minnsta kosti þrír. Velsæld og hamingja ríkir.
Önnur tilvitnun er úr Hönnu Maríu (323). Fundi er
að ljúka heima á kotbæ afa og ömmu:
. . . súkkulaðið hennar ömmu og kökumar hurfu
eins og dögg fyrir sólu. Afi sagði sögur, svo allir