Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 74
72
7.3 Ekki eru eingöngu sýndar bjartar hliðar á skóla-
göngu í barnabókum, þótt þær séu miklu algengari en þær
dökku.
Algengast er, að fólk þrái að komast í skóla, en hið
gagnstæða kemur fyrir og einnig það, að fólk dreymi niður
fyrir sína stétt um framtíðarstarf.
Bragi, aukapersóna í öddubókunum (301—7), á efnaða
foreldra, gengur vel í skóla og á að verða öddu samferða í
menntaskóla suður til Reykjavíkur. Hann ákveður að fara
á sjóinn í staðinn og það veldur árekstrmn heima fyrir.
Foreldrar hans láta sig að lokum fyrir vilja drengsins.
Viktor, aukapersóna í sögunni Hanna María og villingam-
ir (324), er sonur auðugs skipstjóra en er ákveðinn í að
verða bóndi.
Tortryggni gagnvart skóla eða kvíði kemur aðallega
fram í þremur bókum, Borginni við sundið (207) Mamma
skilur allt (237) og öddu (301). Nonna (207) og öddu
(301) hafa báðum verið sagðar óttalegar sögm- af skólan-
um. Bæði em þau í 2. stétt, Nonni fluttur úr 3. stétt og
Adda úr 4. stétt. Hjalti (237) fékk ekki að fara í skóla með
jafnöldrum sínum í Sögunni hans Hjalta litla (255), og
þegar leyfið fæst, fyllist hann kvíða. Óvild í garð skólans
læknast öllum tilvikum, þegar barnið byrjar í skólanum.
Fáeinum söguhetjum gengur illa í skóla. Sólrún, for-
stjóradóttirin í Sonur vitavarðarins (261), á við vanheilsu
að stríða og gengur illa vegna þess, en úr því rætist. Tói
er ekki námfús (274) og langar á sjóinn. Ekki kemur
skýrt fram í hvaða skóla hann er, en líklega er það gagn-
fræðaskóli. Emma (340—41) fellur á landsprófi, sem er
einsdæmi mn aðalsöguhetju, en hún ætlar ekki að leggja
árar í bát heldur reyna aftur. Emma og Sólrún em báðar
úr 2. stétt, Tói úr þeirri 4.
Neikvæð afstaða til skóla kemur nokkmm sinnum
fram. Atla í Atli og Una (102, 5. stétt) er illa við skóla
og vill ekki fara þangað framar. Kalli í Fremstur í flokki