Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 90
88
hjóna, en börnin á heimilinu eru stálpuð. Móðir öddu í
öddubókunum (301—7) er hjúkrunarkona og í einni sög-
unni (302) kemur fram að hún aðstoðar mann sinn við
uppskurði við og við, en hann er læknir. Þetta er ígripa-
vinna þannig að vandamálið með samastað fyrir bömin
kemur aldrei upp.
Tvær mæður vinna heima við annað en heimilisstörf.
Þær em báðar giftar. Móðir aukapersónu í Kötlubókun-
rnn (328—31) er söngkona og kennir söng. Hún á ungt
barn, en þar sem hún tekur nemendur heim, verður bamið
ekki mikið vandamál. Móðir drengjanna í Strákar eru og
verða strákar (264) vinnur við einhvers konar skriftir
heima við, sem hún fær laun fyrir.
Allar þessar fimm konur vinna 3. stéttar störf og að
minnsta kosti þrjár þeirra eru starfsmenntaðar. Þær húa
allar í borg nema móðir öddu, sem býr í smábæ, og sög-
umar gerast allar um eða eftir miðja öldina.
I einni sögu, Sumar í Sóltúni (269), er húsmóðirin hús-
bóndi í raun, þar eð manni hennar er sýnna um ferðalög
og hestamennsku en búskap. En sagan gerist í sveit og
þetta verður því ekki áberandi, hún þarf ekki að fara út
fyrir heimilið.
1 sex sögum vinna konur, mæður, utan heimilis vegna
veikinda eiginmanns, fjarvem hans eða fjárhagsörðugleika.
I 201 fór móðirin að vinna úti af því að maður hennar
varð fjnir slysi. Móðir aukapersónu í 216 vinnur úti vegna
þess að maður hennar er drykkjumaður. I 222 kemur fram
að móðirin hefur unnið úti, enda hefur bóndi hennar verið
atvinnulaus. 1 232 vinnur móðirin úti vegna veikinda föð-
ur. Og móðir Toddu í 343 vinnur úti af fjárhagslegri þörf.
Eiginmenn þessara kvenna vinna allir lágstéttarstörf nema
í einni sögu, 232. Þær em því nær allar í 4. stétt, vinna
allar 4. stéttar störf, líkamlega erfiðisvinnu, og börn þeirra
eru á götunni eða gæta hvert annars á meðan. Móðirin í
304 er hins vegar hjúkrunarkona og vinnur við hjúkrun