Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 59
57
veltust um af hlátri. Hanna María var alveg viss um,
að enginn kynni eins mikið af sögum og segði eins
skemmtilega frá og afi.
Seinna þegar þau í heimabænum voru búin að
þakka fyrir sig, bjóða góða nótt og farin, kyssti Hanna
María afa og ömmu vel og sagði, að hún væri alveg
hárviss um, að þau væru lang-lang-beztu afa og ömmu
hjón í öllum heiminum! (323, bls. 100—101)
Ekki er auðæfunum fyrir að fara á þessum bæ, en það
skiptir engu máli.
Næst er falleg móðurmyrid:
Mamma gefur Margréti gott í pela. Og litla stúlk-
an sofnar með túttuna í munninum. Þá lætur mamma
hana í nimið, en tekur Eyja litla í fang sér. Hún
sezt með hann á stól og syngur fyrir hann visur.
Það eru fallegar vísur, sem Eyi kannast við. Sumar
hefir hún búið til sjálf, því að mamma kann að skálda
vísur. Hún býr til vísur um Eyja, Margréti, bátana
á sjónum og fuglana úti í eyjum. (281, bls. 40)
Ein setning nægir til að lýsa andrúmslofti heimilanna
í sögunni um Dagnýju og Dodda: „Allir voru dæmalaust
glaðir.“ (103, hls. 32)
6.2 1 þeim 40 sögum, 25.1% sagnanna, sem eftir eru,
er heimilismyndin að einhverju leyti frábrugðin þeirri,
sem sagt var frá hér að framan, þótt afstaða til heimila sé
jákvæð þar sem einhver afstaða er greinanleg. Um þessi
tilvik verður rætt hér á eftir. Stundum er um að ræða
heimilisvanda aðalsöguhetja, en oft eru það aukapersónur,
sem í hlut eiga.
Algengasta áhyggjuefni í barnabókum tímabilsins er
foreldramissir, alger eða tímabundinn. Fyrir kemur að
þessi vandi fellur saman við nýrtt hjónaband eftirlifandi
foreldris eða þess foreldris, sem barnið er hjá. Vandinn,
sem sýnist stærri í sögunni, er þá valinn hér á eftir.
Börnin í Palli og Pési (110) hafa misst föður sinn og
eru búin að týna móður sinni. Hún kemur þó i leitirnar