Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 38
36
varðarins í 261 fer til langrar dvalar úr sveit í bæ í skóla
og kann illa við sig framan af, er heimóttarlegur og feim-
inn. Sama er að segja um Óttar í 278. Palli fer úr sveit
til Reykjavíkur í tónlistarskóla og unir sér vel (272). Adda
fer í menntaskóla í Reykjavík (303) og kann þokkalega
við sig. Him hýr annars í litlu þorpi norðanlands.
Ferðalög eru algengt söguefni, einkum i drengjahókum.
Ofíast eru ferðalögin til að leyfa krökkunum að spjara sig
fjarri foreldrunum, gera sennilegt að þau komist í ævin-
týri, sem foreldramir myndu banna, ef þeir væm nálægir.
Stundum gegnir ferðalagið einnig þeim tilgangi að kynna
fyrir lesendum nýtt og stundum óvenjulegt mnhverfi.
Rörnin fara víða. Þau kanna eyðidali og öræfi (117,
221, 262), þau fara til útlanda (216, 248, 272, 315, 342),
íseyja í norðurhöfum (242, 289) og Surtseyjar (285) svo
að eitthvað sé nefnt. Stundum lenda þau í kasti við af-
brotamenn á eyðistöðum, því þar er erfiðara að ná til
lögreglu og eðlilegra að bömin ráði sjálf fram tir vand-
ræðunum. Dæmi um slíkar sögur eru 203, 205, 211, 231
og 240. En ekki þarf alltaf langt að fara til að komast í
hann krappan. f 270 fer Svenni í heimsókn til vinar síns
í næsta þorpi, og eltingaleikurinn við þorparana hefst að
bragði.
1 fimm sögum fer fólk í ferðalag í draumi. Drenginn
í 223 dreymir ævintýri á hafsbotni. Jökull í 225 fer til
suðrænna landa i draumi og lendir þar í mannraunum og
ævintýrum. Óla í 249 dreymir draum, sem gerir hann að
betri dreng, veldur raunar straumhvörfiun í lífi hans.
Palli í 272 er á hljómleikum í Osló, þar sem sinfóniu-
hljómsveit er að leika „eitt af stórbrotnustu tónverkum
Griegs“ (bls. 75), þegar hann fellur í eins konar dá. f dá-
svefninum fer hann í ferðalag með sólkommginum Tiki
yfir hafið á flekanum Kon-Tiki. Og Dóra í 320 fær að
fara til Draumalands, vegna þess hve hún er iðin að biðja
bænir sínar.
Eins og ljóst er af tölum bókanna, sem nú hafa verið