Studia Islandica - 01.06.1976, Side 9
FORMÁLI
Efni þessa rits er að uppruna ritgerð til kandídatsprófs i íslenskum
bókmenntum við Háskóla Islands. Hún var unnin og skrifuð á einu
ári, frá siðari hluta sumars 1973 og fram á mitt sumar 1974, undir
leiðsögn Sveins Skorra Höskuldssonar, prófessors.
Undanfarin ár hefur áhugi á börnum og uppeldi þeirra farið vax-
andi viða um lönd, ekki síst á Norðurlöndum. Margir uppeldisfræð-
ingar hafa þá trú, að á fyrstu æviárunum hafi bamið mesta hæfileika
til að taka við fróðleik, grundvöllur sé þá lagður að lifsskoðun og
vitsmunalífi manneskjunnar, hún mótist mest á bernskuárunum. Þess-
ar skoðanir hafa átt sinri þátt í að beina athygli manna að umhverfi
barna og þeim fjölþættu félags- og menningaráhrifum sem þau verða
fyrir.
Barnabækur hafa ekki farið varhluta af þessum áhuga fremur en
annað fjölmiðlaefni sem bömum býðst. Lestrarefni mun hafa töluverð
áhrif á mótun bama, og jafnvel er talið að bækur geti haft varanlegri
áhrif en myndefni sem þau sjá, til dæmis í sjónvarpi. Bókina má grípa
aftur og aftur og festa efni hennar og boðskap enn betur í huga sér
en þá mynd sem rennur hjá á sjónvarpsskermi.
Það skiptir því máli hvað börn lesa bæði í skóla og frístundum.
Barnabækur móta með öðm hugsanagang þeirra og viðhorf til ver-
aldarinnar sem þau byggja, auk þess sem þær eiga að rækta með les-
endum sinum ást á góðurn bókmenntum. Þess vegna þótti mér for-
vitnilegt að athuga íslenskar bamabækur, skoða myndina sem þær
gefa af íslensku þjóðfélagi og þeim sem þar búa, reyna að komast að
þvi hvaða samfélagsreglur þær setja lesendum sínum og hvaða sið-
fræði ríki í þeim. Árangur þeirra athugana er í þessari bók.
Þvi miður varð síðara uppeldisatriðið, hið bókmenntalega, að mestu
útundan í þetta sinn. Raunar þótti mér oft fara saman raunsæ og
breið veruleikalýsing — hvort sem hún er í ævintýri eða sennilegri
sögu — og annað það sem góðar bókmenntir prýðir, áhrifamikil frásögn,
gott málfar, lipur stíll, létt kimni. Nægir að minna á Stefán Jónsson
og Ragnheiði Jónsdóttur í því sambandi. Ekki er þó loku fyrir það skot-
ið að saga hafi ýmsa listræna annmarka, þótt hún fjalli um raunveruleg
vandamál. Og eins getur saga að sjálfsögðu haft marga góða kosti, þótt
hana skorti tengsl við veruleika nútiðar eða fortiðar. Á þetta er rétt að