Studia Islandica - 01.06.1976, Page 9

Studia Islandica - 01.06.1976, Page 9
FORMÁLI Efni þessa rits er að uppruna ritgerð til kandídatsprófs i íslenskum bókmenntum við Háskóla Islands. Hún var unnin og skrifuð á einu ári, frá siðari hluta sumars 1973 og fram á mitt sumar 1974, undir leiðsögn Sveins Skorra Höskuldssonar, prófessors. Undanfarin ár hefur áhugi á börnum og uppeldi þeirra farið vax- andi viða um lönd, ekki síst á Norðurlöndum. Margir uppeldisfræð- ingar hafa þá trú, að á fyrstu æviárunum hafi bamið mesta hæfileika til að taka við fróðleik, grundvöllur sé þá lagður að lifsskoðun og vitsmunalífi manneskjunnar, hún mótist mest á bernskuárunum. Þess- ar skoðanir hafa átt sinri þátt í að beina athygli manna að umhverfi barna og þeim fjölþættu félags- og menningaráhrifum sem þau verða fyrir. Barnabækur hafa ekki farið varhluta af þessum áhuga fremur en annað fjölmiðlaefni sem bömum býðst. Lestrarefni mun hafa töluverð áhrif á mótun bama, og jafnvel er talið að bækur geti haft varanlegri áhrif en myndefni sem þau sjá, til dæmis í sjónvarpi. Bókina má grípa aftur og aftur og festa efni hennar og boðskap enn betur í huga sér en þá mynd sem rennur hjá á sjónvarpsskermi. Það skiptir því máli hvað börn lesa bæði í skóla og frístundum. Barnabækur móta með öðm hugsanagang þeirra og viðhorf til ver- aldarinnar sem þau byggja, auk þess sem þær eiga að rækta með les- endum sinum ást á góðurn bókmenntum. Þess vegna þótti mér for- vitnilegt að athuga íslenskar bamabækur, skoða myndina sem þær gefa af íslensku þjóðfélagi og þeim sem þar búa, reyna að komast að þvi hvaða samfélagsreglur þær setja lesendum sínum og hvaða sið- fræði ríki í þeim. Árangur þeirra athugana er í þessari bók. Þvi miður varð síðara uppeldisatriðið, hið bókmenntalega, að mestu útundan í þetta sinn. Raunar þótti mér oft fara saman raunsæ og breið veruleikalýsing — hvort sem hún er í ævintýri eða sennilegri sögu — og annað það sem góðar bókmenntir prýðir, áhrifamikil frásögn, gott málfar, lipur stíll, létt kimni. Nægir að minna á Stefán Jónsson og Ragnheiði Jónsdóttur í því sambandi. Ekki er þó loku fyrir það skot- ið að saga hafi ýmsa listræna annmarka, þótt hún fjalli um raunveruleg vandamál. Og eins getur saga að sjálfsögðu haft marga góða kosti, þótt hana skorti tengsl við veruleika nútiðar eða fortiðar. Á þetta er rétt að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.