Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 57
55
mennari í barnabókum en 4. stétt. Verkamenn virðast
vera fágæti eins og sjómenn en læknar hins vegar á öðru
hverju strái. Þetta er ennþá athyglisverðara, ef haft er í
huga, að mikill hluti sagnanna (um 40%) gerist fyrir
miðja 20. öld, þegar menntamenn og ríkisfólk var enn
færra en nú. Þess ber þó að geta, að mikill meiri hluti
(29:9) þeirra sagna, þar sem söguhetja er lir 2. stétt gerist
um eða eftir miðja þessa öld.
2. stétt er algengust í stúlknabókum en 4. stétt hins
vegar algengust í drengjabókum. Góð þjóðfélagsstaða virð-
ist skipta meira máli i bókum um stúlkur en drengi. Þetta
kann að standa í sambandi við óvirkni konunnar i þjóð-
félaginu, einkum þjóðfélagi barnabóka. Stúlkuna skiptir
það máli hvar hún er sett niður í stétt, en yfirleitt er litið
þannig á að karlmenn fái fremur tækifæri til að vinna
sig upp í stétt. Séu taldar persónur, sem flytjast milli stétta
i sögunum samkvæmt 5.2 hér að framan, kemur líka fram,
að helmingi fleiri drengir en stúlkur (12:6) flytjast milli
stétta, en sá flutningur var alltaf upp á við í þjóðfélags-
stiganum.
Þess má geta, að rannsókn Kari Skjonsberg sýndi miklu
meiri mun á raunveruleikanmn og veröld bamabókanna
hvað varðar stétt. Nær 45% söguhetja hennar tilheyrðu
2. stétt og sárafáar þeirri 4. (Skjonsberg, bls. 80—86).
Athugun hennar náði bæði yfir norskar bækur og erlend-
ar bækur þýddar á norsku.
Á það var drepið hér að framan, að fólk býr ekki í blokk
í barnabókum nema í sögunum af Gísla, Eiríki og Helga
(264, 287) og Toddu (343, 345). Stóm blokkarsamfélögin,
sem hafa myndast í Reykjavík undanfarna áratugi eiga
enga aðra fulltrúa í þessum bókum.
1 287 búa söguhetjur í kjallara framan af, og kjallara-
íbúðir em heimkynni Ásgeirs í 208 og Dóru í 347. Lík-
lega búa ekki allir aðrir í einbýlishúsum, en hvergi er
annað tekið fram og erfitt er að sjá af lýsingum hvort átt
er við íbúðir í tvíbýlishúsum eða einbýlishús. Þessu atriði