Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 107
105
Árnasafni, í kjallara Krónborgarkastala og koma þeim til
réttra aðilja aftur.
Málvöndunarstefna er ekki fyrirferðarmikil nema í einni
bók, Salómon svarti (256). Gamli maðurinn leiðréttir
drengina, þegar þeir tala öðruvísi en honum þykir rétt.
f einni sögu, Við skulum halda á Skaga (284), kemur
bæði fram mikil aðdáun á íslandi og mikil gagnrýni á
íslendinga fyrir sljóleika og deyfð, enda er önnur aðal-
persónan ungur hugsjónamaður í anda Einars Benedikts-
sonar. Sú saga á að gerast um aldamótin síðustu.
f einni sögu, Todda frá Blágarði (343) er íslendingi
strítt á þjóðemi sínu. Todda er kölluð grænlendingur, eski-
mói eða íslendingur í háðungarskyni. Hún býr í Kaup-
mannahöfn.
13.2 Tuttugu sögur gerast erlendis, allar eða að hluta,
og eru þá ekki taldar þær sögur sem gerast í landi ævintýr-
anna. 207 og 343 gerast í Danmörku, og 217, 248, 311 og
345 að hluta þar. 212, 216 og 329 gerast að hluta í Englandi.
342 gerist í Bandaríkjunum og 209, 284 og 304 að hluta
þar. 272 og 315 gerast að hluta í Noregi. 112 og 225 gerast
í ótilgreindu suðlægu landi. 348 gerist á Kanaríeyjum og
211 að hluta á ferðalögum í öðrum heimsálfum. Auk þessa
gerast tvær sögur á íseyjum einhvers staðar fyrir norðan
okkur, 242 og 289. Þær komu út sama árið, og er því
fremur um sameiginlega kveikju að ræða en áhrif ann-
arrar sögunnar á hina.
Afstaða gagnvart útlendu fólki og fólki af öðrum kyn-
þáttum kemur fram í fjórðungi bókanna. Danir og eng-
lendingar eru langalgengastir þjóða, sem minnst er á,
hvorir um sig koma fyrir í ellefu bókum.
Dönum er oftast borin vel sagan (202, 217, 220, 248,
267, 286, 311, 343, 345, 346). Ekki er hægt að finna for-
dóma gagnvart dönum nema e. t. v. í einni sögu, Týndur
á öræfum (277). Þar er sonur dansks kaupmanns leið-
indapersóna og faðir hans talar ákaflega bjagaða íslensku.
í Strokupiltinum (267) er ein aðalsöguhetjan danskur