Studia Islandica - 01.06.1976, Side 52
50
Með sjálfum mér var ég viss um, að hann væri af
góðu bergi brotinn. Maður þurfti ekki að vera lengi
samvistum við hann til þess að sannfærast um það.
Hann var ekki í fínni fötum en aðrir, en þau fóru
einhvern veginn betur á honum, og hann var ævin-
lega snyrtilegur, að hverju sem hann gekk. Og hann
var miklu fágaðri í framkomu en ég hafði vanizt.
Þegar hann heilsaði eða kvaddi, hneigði hann sig um
leið. Það hafði ég ekki séð áður. (267, bls. 38—9)
Þama kemur fram greinilegur ytri munur á fólki eftir
stétt.
I Katla vinnur sigur (330) reynir vel stætt fólk að koma
aukapersónunni Tótu til hjálpar, en hún býr við afar bág
kjör. Það reynist þó ekki hægt að bjarga Tótu með því
einu að setja hana niður í nýtt umhverfi, hún ber of mikil
merki uppvaxtaráranna til þess. Hér bregst einstaklings-
lausnin.
Fátækir eru einnig aflögufærir í nokkrum sögum. I
bókinni um Hönnu Maríu og villingana (324) eru böm
af auðugu foreldri, spillt og ógæfusöm, send til fátækra
hjóna í sveit. Og gæsasmalinn bjargar kóngsdóttur úr
risahöndmn í 111. Gagnrýni á ríkidæmi kemur líka fram
i 201, þar sem aukapersónan Denni hefur alltaf fullar
hendur fjár og kaupir sér vini, og 318, í ævintýrinu um
Svartskegg, sem kunni ekki að fara með auð og völd.
Hlutlausar myndir af stéttamun og mismunun eftir
þjóðfélagsstöðu, eða þar sem höfundur tekur ekki félags-
lega afstöðu til málsins, má einnig finna í 260, 272, 290,
þar sem Óttar undrast hve faðir hans er fátækur, þótt
hann striti dag og nótt, en kemst ekki að neinni niður-
stöðu, og 303, en Adda, söguhetjan, á bæði rika og fátæka
vini.
Flótti frá ömurleika fátæktar er í sögunni um Jökul og
Mjöll (225). Jökul dreymir burt frá köldum veraleik-
anum inn í hlýjan heim sólskins og ævintýra.
I nokkrum sögum er tekin félagsleg afstaða til aðstöðu-