Studia Islandica - 01.06.1976, Qupperneq 85
83
og faðirinn vinnur fyrir fjölskyldunni er ríkjandi þar sem
báðir foreldrar búa saman og eru við sæmilega heilsu.
Eins og fram kom í kaflanum um umhverfi (4. kafla) ger-
ist mikill hluti sagnanna í sveitasamfélagi, þar sem hlut-
verk kynjanna eru í föstum skorðum. En reglan er einnig
haldin í sögum, sem gerast í borg og bæjum.
Af framansögðu leiðir, að söguhetjur hafa yfirleitt meira
af móður sinni að segja en föðumum. Og móðirin er góð:
„Mamma þeirra heitir Anna. Hún er falleg og góð kona.
Þau eru viss um, að engin mamma sé betri í öllum heim-
inum . . . Pabbi þeirra heitir Jón. Hann er líka góður og
mjög sterkur.“ (106, bls. 6) Móðurinni þykir gaman að
sinna baminu: „Auðvitað getur Siggi háttað sig sjálfur,
en mömmu hans þykir svo gaman að hátta hann.“ (223,
bls. 3) Víða kemur fram, að sú móðir eigi hrós skilið, sem
rækir störf sín vel: „Henni þótti vænt um þá alla og lagði
líka mikið á sig til þess að þeim liði sem bezt. Þeir era
sennilega fáir, sem kunna að meta hið hægláta móður-
starf sem skyldi.“ (289, bls. 21) Og þegar búið er að
halda fjölmenna afmælisveislu dótturinnar á heimilinu, og
flestir farnir að hvíla sig, segir um húsmóðurina í sögunni:
„Fanndís var ein frammi i eldhúsi og þvoði upp bolla og
áhöld. En hún gerði það svo fimlega, að enginn hávaði
varð af því.“ (270, bls. 57)
Móðurdýrkun er mikið einkenni á Nonnabókunum (202,
207, 239, 260). Eftirfarandi samtal á Nonni við stýrimann-
inn á skipinu, sem flutti hann til Kaupmannahafnar:
„— En ert þú aldrei kvíðafullur sjálfur, þegar þú
hugsar til þess, sem þú átt í vændum og enn er þér
hulið?“
„Það er ekki mikið, og mjög sjaldan er ég það. En
þá hef ég eitt ráð, sem alltaf dugar“.
Stýrimaður skildi bersýnilega ekki, hvaða ráð það
gæti verið.
„Þá hugsa ég um mömmu mína“, sagði ég.
(207, bls. 17)