Studia Islandica - 01.06.1976, Side 35
33
un um að hætta í skólanum án þess að segja nokkrum frá
því, þegar hann þohr þar ekki lengur við. Drengimir í
213 smíða sér skála með hjálp fullorðinna að vísu, en ekki
feðra sinna. Gvendur Jóns og félagar (219—20) em í
miklum tengslum við fullorðið fólk en ráða sér alveg sjálf-
ir. Faðir söguhetju í 230 er góður félagi drengsins, en
drengurinn leitar þó ekki til hans, þegar hann á í höggi
við óreiðumenn. Anna Heiða finnur ættingja handa mun-
aðarlausri skólasystur sinni með hjálp vinstúlku sinnar en
ekki foreldra (310). Eygló segir foreldrum sínum ekki frá
þvi, þótt ókunni maðurinn ofsæki hana (322). Sigga og
Dísa taka málin í sínar hendur, þegar Dóra fær ekki að
fara með þeim á sumardvalarheimilið, og leita fremur til
kennarans en foreldra sinna til ráða (347). Mörg fleiri
dæmi mætti nefna. Vinirnir og félagarnir virðast að ýmsu
leyti taka við því hlutverki í horgar- og bæjarsögum, sem
foreldrar hafa í sveitasögum. Þeir skipta alltént meira máli
en foreldramir.
Vetur í Vindheimum, síðasta sagan um Ásgeir Hansen
(283), er nokkuð sérstæð að því leyti að hún fjallar í raun-
inni meira um fullorðið fólk en hörn eða unghnga. For-
eldrar Ásgeirs og samhand þeirra er möndull sögunnar.
Stúlkur eru að jafnaði eklá eins sjálfstæðar og drengir,
hvorki i sögum sem gerast í bæ eða sveit. Þær afreka ekki
eins mikið og drengimir. Heimili og skóli er þeirra vett-
vangur. Og þótt þær taki ekki þátt í störfum fullorðinna,
em þær í mun meiri tengslum við heimihð en drengimir,
þeim kemur meira við hvað gerist þar (t. d. 303, 328, 331,
340, 341, 348).
1 tveimur sögum, borgarsögum, taka stúlkur að sér hlut-
verk leynilögreglunnar, auk þeirra sagna þar sem hæði
kynin spreyta sig á þeim störfum. Þetta eru sögumar Anna
Heiða í útlöndum (311) og Eygló og ókunni maðurinn
(322). 1 þeirri siðarnefndu fær stúlkan þó dyggilega að-
stoð drengja. Anna og Björg (315) koma líka upp mn
smáþjóf á skipi.