Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 104
102
Börn valda meiðingum á börnum nokkrum sinnum.
Hróar veldur því að Gaukur lærbrotnar í 216. Eddi og
félagar beita Þröst nokkru ofbeldi í 230. En alvarlegast er
þetta í sögunni Frissi á flótta, þegar Frissi stjórnar því að
honum yngri drengur er bundinn við staur og skilinn eftir
fjarri mannabyggðum (214).
Börn sýna dýrmn grimmd í 229, þar sem aukapersóna
grýtir naut í 251 og 343 eru kettir kvaldir, og í 308 er
naumlega komið í veg fyrir misþyrmingar á ketti og dúf-
um. í 289 er svo lýst tilfinningum hvítabimu meðan hún
bíður dauða síns, skotin af fullorðnum manni.
Grimmd kemur fram í innrásinni í hús kennarans í
Strákar og heljarmenni (266), þótt ekki verði slys af.
Loks er í sögunni um tröllið í sandkassanum (276) lýs-
ing á hörkubardaga við spýtutröll, sem söguhetja sýnir
enga vægð.
12.2 Andlegt ofbeldi er oftast fólgið í stríðni, meiri
máttar eða hópurinn stríðir minni máttar. Oftast er sögu-
hetja skotspónninn. Strokubörnin eru kölluð undanvilling-
ar i 115, Garðari er strítt á móður sinni og uppruna í
215. Gauki er strítt á heltinni í 217. Puta er stritt á því
hvað hann er lítill (251) og Pétur lendir í kasti við
hrekkjusvín (291). öddu og Toddu er báðum strítt meðan
þær búa í lágstéttarumhverfi (301, 343). Aukapersónum
er strítt í 107, 280 og 319. Fólk er hrætt og látið gjalda
myrkfælni sinnar í 237, þar sem aðalpersónan Hjalti verð-
ur fyrir stríðninni, og í 267 og 268, þar sem aukapersónur
ern hræddar.
Foreldrar sýna börnum sínum andlegt ofbeldi í Htilegu-
bömin í Fannadal (117) með drykkjuskap og hávaða um
nætur. Foreldrar aukapersóna, villinganna í seinni bókinni
um Hönnu Maríu (324), sýna þeim bæði andlega og lík-
amlega vanrækslu. Ásgeir í 208 er beittur nokkm andlegu
ofbeldi af kennurum sínum og félögum líka.
Það er andleg áreynsla fyrir Signýju í 113 að hugsa til