Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 71
69
bestu einkunnir í sínum bekk. Börnum gengur að jafnaði
vel að læra í íslenskum barnabókum, að minnsta kosti
aðalpersónum og þeim sem mest koma við sögu. Þau eru
yfirleitt bæði samviskusöm og greind, og námið er ekkert
til að hafa áhyggjur af.
7.2 Þar sem minnst er á framtíðardrauma i menntun
er það algengast, að fólk úr 2. og 3. stétt vilji vera þar
áfram, jafnvel velja sömu störf og faðirinn — og er þá átt
við drengi. Engin stúlka ætlar að feta í fótspor föður síns í
menntun og þá ekki móður sinnar heldur, því að mæður eru
að öllum jafnaði ekki menntaðar í þessum bókum (9. kafli).
Frissi (214) ætlar að verða skipstjóri eins og faðir hans
er. Ásgeir (283) ætlar að verða menntamaður eins og pabbi
hans. Kaupmannssonurinn í 205 ætlar að verða efnafræð-
ingur. Kötlu dreymir um að verða söngkona og Svölu um
að verða rithöfundur (328—31). Þessar persónur eru allar
úr 2. stétt.
Doddi í 103 ætlar að verða smiður eins og pabbi, og
sama er að segja um Hauk í 106. Maggi er sonur jám-
smiðs (241—6) og ætlar sjálfur að verða bifvélavirki.
Bóndasonurinn í 224 ætlar að verða smiður. Pétur í 291
er líklega úr 3. stétt og ætlar að verða flugmaður. Ámi í
236 er raunar upprunninn í 4. stétt, er sonur þvottakonu
i Reykjavík, en hefur verið svo lengi heimilisfastur í Hraun-
koti, að hann er löngu fluttur í 3. stétt. Hann er orðinn
flugmaður í sögunni og búinn að tryggja sess sinn í 3.
stétt. Þetta er siðasta bókin í bókaflokknum um Árna, og
hann er orðinn fullvaxta piltur, trúlofaður í bókarlok.
Einn 4. stéttar pilt langar líka til að halda kvrru fyrir
í sinni stétt og verða það sama og faðirinn. Það er sonur
mjólkurbílstjórans í Benni og Svenni finna gullskipið (205).
Það er algengt að söguhetjur leiti upp á við í menntun
og stöðu. Stórbóndasynina í 108 dreymir um konungstign
og þeir keppa að því marki af misjafnlega mikilli einbeitni.
Eins og áður gat var það olnbogabarnið, sem stöðuna hlaut.
Bakka-Knútur (203) er bóndasonur og fer í menntaskóla.