Studia Islandica - 01.06.1976, Page 71

Studia Islandica - 01.06.1976, Page 71
69 bestu einkunnir í sínum bekk. Börnum gengur að jafnaði vel að læra í íslenskum barnabókum, að minnsta kosti aðalpersónum og þeim sem mest koma við sögu. Þau eru yfirleitt bæði samviskusöm og greind, og námið er ekkert til að hafa áhyggjur af. 7.2 Þar sem minnst er á framtíðardrauma i menntun er það algengast, að fólk úr 2. og 3. stétt vilji vera þar áfram, jafnvel velja sömu störf og faðirinn — og er þá átt við drengi. Engin stúlka ætlar að feta í fótspor föður síns í menntun og þá ekki móður sinnar heldur, því að mæður eru að öllum jafnaði ekki menntaðar í þessum bókum (9. kafli). Frissi (214) ætlar að verða skipstjóri eins og faðir hans er. Ásgeir (283) ætlar að verða menntamaður eins og pabbi hans. Kaupmannssonurinn í 205 ætlar að verða efnafræð- ingur. Kötlu dreymir um að verða söngkona og Svölu um að verða rithöfundur (328—31). Þessar persónur eru allar úr 2. stétt. Doddi í 103 ætlar að verða smiður eins og pabbi, og sama er að segja um Hauk í 106. Maggi er sonur jám- smiðs (241—6) og ætlar sjálfur að verða bifvélavirki. Bóndasonurinn í 224 ætlar að verða smiður. Pétur í 291 er líklega úr 3. stétt og ætlar að verða flugmaður. Ámi í 236 er raunar upprunninn í 4. stétt, er sonur þvottakonu i Reykjavík, en hefur verið svo lengi heimilisfastur í Hraun- koti, að hann er löngu fluttur í 3. stétt. Hann er orðinn flugmaður í sögunni og búinn að tryggja sess sinn í 3. stétt. Þetta er siðasta bókin í bókaflokknum um Árna, og hann er orðinn fullvaxta piltur, trúlofaður í bókarlok. Einn 4. stéttar pilt langar líka til að halda kvrru fyrir í sinni stétt og verða það sama og faðirinn. Það er sonur mjólkurbílstjórans í Benni og Svenni finna gullskipið (205). Það er algengt að söguhetjur leiti upp á við í menntun og stöðu. Stórbóndasynina í 108 dreymir um konungstign og þeir keppa að því marki af misjafnlega mikilli einbeitni. Eins og áður gat var það olnbogabarnið, sem stöðuna hlaut. Bakka-Knútur (203) er bóndasonur og fer í menntaskóla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.