Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 126
124
17 LOKAKAFLI
17.0 Hér verður reynt að draga niðurstöður saman á
einn stað, annars vegar bókmenntalegar og hins vegar
þj óðf élagslegar.
17.1 í ritgerð þessari var megináhersla lögð á félags-
lega hlið bamabókanna, en nokkuð var þó drepið á bók-
menntaleg atriði líka.
Það kom fram í 2. kafla, að persónusköpun barnabók-
anna er að jafnaði einhæf, böm þeirra og söguhetjur em
staðlaðar manngerðir yfirleitt. Þau eru lagleg, skemmtileg
og hjartagóð, og auk þess em þau dugleg að læra, eins og
sást í 7. kafla.
í 3. kafla kom fram, að um þriðjungur bókanna eru
smásagnasöfn um sömu aðalpersónur. Þetta er framstætt
skáldsagnaeinkenni og að líkindum mun algengara í bama-
bókum en í bókum fyrir aðra aldursflokka. Þar kom einnig
fram, að langflestar skáldsögurnar em einfaldar sögur, sem
ekki hafa neitt ákveðið þema. Margar eru ævintýrasögur,
sumar um eltingaleiki við afbrotamenn. Minni em síend-
urtekin í þessum sögxun, en það kemur einkum að sök
vegna þess að þetta em fyrst og fremst atburðasögur. Frá
atburðum er sagt atburðanna vegna en ekki til að leiða
eitthvað fram ofar og handan þeirra.
Þorri íslenskra bamabóka áratugarins 1960—70 er
því dæmigerðar afþreyingarsögur. Framan af segja þær
einkum frá hugðnæmu sveitalífi, en þegar þeim sögum
tekur loks að fækka, tekur við önnur gerð af skemmtisög-
um. Það era lögreglureyfararnir, sem búa til nýjan vem-
leika handa lesendum símun, dreifa huga unglinganna,
hindra þá í að sjá vemleikann, slæva og svæfa þá. Lýsing
Sven Mfsller Kristensens á afþreyingarbókmenntum1) á
því vel við hér: „Det drejer sig om den læsning der gár
1 Kristensen, Sven Mnller: Litteratursociologiske essays, bls. 46.