Studia Islandica - 01.06.1976, Qupperneq 13
11
ofan segir, voru eftir 159 bækur. Fjöldi þeirra hvert ár
var þessi:
1960: 14 1966: 16
1961: 13 1967: 19
1962: 11 1968: 18
1963: 11 1969: 11
1964: 15 1970: 15
1965: 16
131 hók var frumútgefin á timabilinu, 28 endurútgefnar.
Þrjár bækur komu tvisvar út á timabilinu, Adda, Adda
kemur heim og Adda og litli bróðir, eftir Jennu og Hreiðar
Stefánsson. Þær eru aðeins taldar einu sinni á listanum
hér að framan, í fyrra skiptið sem þær komu út. Ein saga,
Leyndardómar Lundeyja eftir Guðjón Sveinsson, er í tveim-
ur bindum, sem komu út hvort sitt árið, en þau eru talin
sem ein bók síðara árið (1970).
Bókunum var skipt í þrjá staði eftir söguhetjum, bland-
aðar bækur, þar sem söguhetjur eru af báðum kynjum,
drengjabækur og stúlknabækur. Það var ólán, að ekki skyldi
nægja að hafa flokkana tvo, einkum vegna þess hve bland-
aði flokkurinn varð lítill, en í þeim tilvikum var oftast
ógerlegt að ákveða, hvort drengurinn eða stúlkan væri
aðalpersónan. Að visu mætti koma með ýmsar aðfinnslur
varðandi blandaða flokkinn. Atla og Unu eftir Ragnheiði
Jónsdóttur mætti flokka með stúlknabókum, því að sagan
fylgir Unu. Dimmalimm eftir Guðmund Thorsteinsson
hefði líka verið hægt að telja með stúlknabókum. Kóngs-
dóttirin fagra eftir Bjarna M. Jónsson getur talist drengja-
bók, því að prinsessan sjálf er lítil persóna í sögunni, þótt
hún skipti auðvitað mestu máli. Kubbur og Stubbur eftir
Þóri S. Guðbergsson er um förumenn, en börnin á bænum
eru bæði strákar og stelpur. J’alli og Pési í samnefndri bók
eftir Kára Tryggvason eru fullorðnir menn, en börnin í
söguimi, María og Kalli, eru jafngildar persónur. Einfald-
asta ráðið við þessar sögur var að flokka þær í blandaða