Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 108
106
drengur, afskaplega góður og prúðmannlegur. Hins vegar
strauk hann af skipi vegna þess hvað kafteinninn, sem líka
er danskur, var hrottalegur við hann. f sögunum um Gvend
Jóns og félaga (219—20) er að vísu gert góðlátlegt gys
að dönum, en jafnframt kemur fram konungshollusta hjá
strákunum. Sagan gerist á fyrstu áratugum aldarinnar.
Að öðru leyti er afstaðan gagnvart dönum mjög já-
kvæð, þótt stundum (t. d. í 311, 343, 345 og 346) sé gerður
samanburður á dönrun og íslendingum eða Danmörku
og íslandi, því síðarnefnda í vil: „ísland er sannkallað dá-
semdaland, og þrátt fyrir yndisleika grænu Danmerkur
er og verður fsland alltaf landið eina.“ (311, bls. 107)
Þótt Todda (343—6) taki ísland fram yfir Danmörku,
er þó faðir hennar, sem er danskur, ein eftirminnilegasta
persóna sögunnar og Toddu afar kær. Danahatur fyrir-
finnst ekki í bókum þessa timabils.
Englendingar eru afar vel séðir og vænir menn í nær
öllum tilvikum (202, 205, 212, 214, 227, 265, 273, 282,
284, 329, 348). Þeir fá jafnvel hetri ummæli en danir.
í Tói á sjó (273), sem gerist á varðskipi, kemur fram,
að aukapersónan Lúxi er ófús að leggja líf sitt í hættu
vegna breta, en aðalpersónunni, Tóa, finnst þjóðemi ekki
skipta máli, þegar skipbrotsmenn í lífsháska em annars
vegar. Katla og Svala fara til Englands í 329 og kunna vel
við sig þar, en þær lita þó raunsæjum augum á englend-
inga og finnst þeir upp og ofan, aðallega sínkir á mat.
Annars er afstaðan jákvæð, og beina aðdáun á bretmn
má finna t. d. í Strákar í Straumey (265) og Ævintýra-
leiðum (348), og fóstursonur tröllanna (212) leitar frama
hjá konungi Englands. Sú saga á að gerast á landnámsöld.
Frakka er getið í fjórum bókmn (113, 202, 219, 254)
og norðmanna í þremur (232, 272, 315) að góðu einu. Hins
vegar er afstaðan neikvæð gagnvart þjóðverjum í þeim
þremur sögum, sem þeir koma við, 216, 219 og 231. í 216
er þjóðverjum líkt við grimma hunda í frásögn frá stríðs-
ámnum, og í 231 er aðalglæpaforinginn þýskur.