Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 111
109
14 AFSTAÐA TIL YFIRVALDA
14.0 Á yfirvöld er eitthvað minnst eða fram kemur á
annan hátt afstaða til þeirra í tæpum þriðjungi bókanna.
Hér verður reynt að drepa á það helsta.
14.1 Jákvæð afstaða gagnvart yfirvöldum er almenn
regla í bamabókum. Oftast kemur hún þannig fram, að
söguhetjur veita lögreglunni lið við að handsama afbrota-
menn. Boðorðið virðist vera, að mönnmn beri að vera á
réttvísinnar bandi og á móti þeim, sem eru á móti henni,
hvort sem í hlut eiga eiturlyfjasalar (105), njósnarar er-
lends ríkis (211) eða betlari, sem þykist vera blindur
(248). 1 einni sögu þurfa börnin að hjálpa lögreglunni af
því að lögregluþjónarnir í þorpinu eru svo heimskir (250).
Stundum leita börnin til lögreglunnar í vandræðum sín-
um og hiin hjálpar þeim. Lögregluþjónar hjálpa önnu
og Pétri (115), Valda (279) og Pétri (291) þegar þau
villast. Þetta eru góðir og glæsilegir menn: „Pétur vissi,
að lögregluþjónarnir em góðir og hjálpfúsir menn, og
sneri sér því til lögregluþjónsins . . . “ (291, bls. 42)
„Maðurinn var með gyllta hnappa og borðalagður, með
gljáandi belti og húfu eins og herforingi. Þannig búning
hafði Valdi séð á myndum. Hann hefði nærri getað trúað,
að þetta væri kóngurinn sjálfur.“ (279, bls. 34—5)
Það fer nokkuð mikið fyrir aðdáun á yfirvöldum í Nonna-
bókunum (202, 207, 239, 260). Nonni ber afskaplega
mikla virðingu fyrir öllu, sem er ofar honum sett. Hann
verður alveg miður sín, þegar nýr kunningi hans í Kaup-
mannahöfn reynist vera smáþjófur:
„Hvernig gaztu fengið af þér að gera annað eins
og þetta?“
Hann brá sér hvergi og svaraði:
„Hvað gerir það til, þó að maður grípi tvær eða
þrjár smákökur? Heldurðu, að það sé glæpur?“