Studia Islandica - 01.06.1976, Side 54
52
er einnig skýrt fram settur munurinn á móður Hjalta,
einstæðri tveggja barna móður, og húsfreyjunum, sem
hafa ráð hennar og harna hennar í hendi sér.
Þjóðfélagsstaða Hjalta kemur ekki hvað síst fram í þvi
að hann fær ekki að fara í skóla um leið og jafnaldrar
hans, heldur er gamall maður fenginn til að kenna honum
að lesa heima (255). 1 102 er aukapersónan Mangi, of-
vitinn, sem ekki kemst í skóla sökum fátæktar, og sama
minnið, ófullnægð fróðleiksþrá fátæklings, kemur einnig
fram í 269 hjá aukapersónu.
Todda hýr í lágstéttarumhverfi í Kaupmannahöfn í þeim
sögum, sem gerast þar (343, 345), og því er nokkuð vand-
lega lýst, einkmn í fyrri sögunni (343). Móðir Toddu
hefur áhyggjur af félagsskapnum, sem dóttir hennar er í,
einkum eftir að Todda reynir að stela sælgæti úr verslun
með vinstúlkum sínum. Todda sýnir mun meira imihurð-
arlyndi og skilning og minni fordóma gagnvart umhverf-
inu en móðir hennar og móðursystir:
— . . . ég ætla að hjálpa pabba, þegar ég er orðin
stór, svo að hann geti keypt fallegt hús eins og það,
sem Nelly frænka er í eða Eiríkur. Og svo ætla ég að
hjálpa börnunum héma í kring, þegar ég er orðin rík
og á nóga peninga, byggja kannski handa þeim stórt
og fallegt hús.
. . .—- Óli og Lea em góð, þó að þau séu fátæk, hélt
Todda áfram, — og digra Rósa er ekkert vond heldur,
þó að hún sé þjófótt — og eigi slæma mömmu.
(343, bls. 66—7)
1 seinustu sögunni um Toddu (345) er nokkuð fjallað um
misskiptingu auðs, en Todda kynnist og umgengst fólk af
þremur til fjórum stéttum, og aðstöðumunur þess er talsvert
áberandi í sögunum. Auk þess hnykkir höfundur nokkuð
á með umræðu eða hugsunum Toddu, sem veltir þessu fyr-
ir sér.
1 sögunni Tói í borginni við flóann (274) er bæði lýst
auðugum kaupsýslumönnum og rónrnn við höfnina, og