Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 20
18
Kötlubækur Ragnheiðar Jónsdóttur (328—31 og fyrsta
bókin, Katla gerir uppreisn, utan rannsóknarinnar) fjalla
að meginefni um þau áhrif, sem skilnaður foreldra og nýr
stjúpfaðir hefur á unglingsstúlku, og viðbrögð hennar við
hvoni tveggja.
I samræmi við þessi ólíku einkermi bókaflokka eru þeir
auðkenndir í bókaskránni aftan við ritgerðina með stöfun-
um s, æ eða þ.
1.4 Nú hefur lítillega verið rætt um vinnubrögð og
aðferðir við vinnslu efnis. 1 næstu köflum er sagt frá ein-
stökum atriðum og niðurstöðum þeirra. Megináhersla er
lögð á þau atriði, sem skipta mestu máli í sambandi við
þjóðfélagsmynd bókanna, og má líta á 2. og 3. kafla sem
undirbúningskafla, fremur bókmenntalega en félagslega.
2 PERSÓNUR
2.0 Það er ákaflega erfitt að gera persónmn 159 bóka
nokkur skil í stuttum kafla, enda verður hann ekki annað
en lauslegt yfirlit yfir aðalpersónumar, bömin og ungling-
ana. I 8. kafla er vikið að fullorðnu fólki.
2.1 Það kom fram í kafla 1.1, að bækur um drengi em
mun fleiri en bækur um stúlkur. Engin leið er að benda á
neina eina ástæðu til þess að oftar skuli vera skrifað um
drengi, en þó má minna á að fleiri karlmenn skrifa bækur
handa bömum á þessu tímabili, og þeim er að sjálfsögðu
eðlilegra að skrifa um það sem þeir þekkja: að vera strákur.
Alls em 106 bókanna í athuguninni eftir karlmenn, 9
bækur um bæði kynin, 83 drengjabækur og 14 stúlkna-
bækur. Konur skrifa alls 40 bækur, 8 blandaðar bækur, 6
drengjabækur og 26 stúlknabækur. 2 drengjabækur og 11
stiilknabækur em eftir karl og konu.
Eitt getm átt þátt í því að gera stúlkur óvinsælla við-
fangsefni en drengi. Það kemur fram viða hér á eftir, að
stúlkur lifa ekki nærri því eins ævintýrariku lifi í bókum