Studia Islandica - 01.06.1976, Side 26
24
1 nokkrum sögum er þemað annað en hér er talið og
stundum margbrotnara.
Hugsjónin og trúin á að sá einn sigri, sem aldrei hefur
augun af henni, er þemað í ævintýrinu um Kóngsdóttur-
ina fögru (108). Það er bróðirinn, sem gleymir öllu öðru
en markmiðinu, sjálfum sér einnig, sem finnur og fær
kóngsdóttur að lokum. Líkt þema er í Við skulum halda
á Skaga (284), söguhetjan Kristján vill að þjóð hans rísi
sem hæst og ætlar sjálfur að stuðla að því. Líkt þema er
einnig í sögumnn um Óttar (278, 290), en markmiðið er
hjá honum að ná sjálfur sem lengst.
Bindindishugsjón er þema tJtilegubarnanna í Fannadal
(117) og að nokkru leyti líka Emmubókanna (340—41).
Föðurduld Ásgeirs er þema hókanna um hann (208, 269,
283). Slæm samviska bams eftir þjófnað er þema sögunn-
ar um Glerbrotið (218). Fjölskyldudeilur liggja bak
við efni Kára litla í sveit (227), þar sem Kári sættir for-
eldra sina og móðurforeldra. Móðurmissir og umkomuleysi
er þema Hjaltabókanna (237, 255). Vandi skilnaðarbams
er þema Kötlubókanna (328—31). Félagshyggja er að
baki sögunnar Þrjár tólf ára telpur (347). Aðlögunar-
vandamál er viðfangsefni sögunnar Vaskir vinir (280) og
Bítlar eða Bláklukkur (316), í fyrri sögunni á raunar
aukapersóna í hlut.
Ástir em þema tveggja sagna. 1 Tói á sjó (273) kemst
Tói yfir ást sína á Björt, en ástir öddu og Páls enda með
trúlofun í Adda trúlofast (307). Loks er landnám þema
sögunnar Víkingaferð til Surtseyjar (285) og er lagt tvisv-
ar út af því í sögunni. Annars vegar er sagt frá landnámi
Islands, hins vegar frá landnámi söguhetja á Surtsey.
3.2 Eins og tæpt var á í upphafi kaflans var ekki gerð
rannsókn á minnum bamabókanna í þessari lotu, enda hefði
þá þurft að hafa undir barnabækur frá upphafi, ef vel
hefði átt að vera.
En þótt ekki hafi verið gerð á þessu ýtarleg athugun.
verður það ljóst við lestur um 200 barnabóka, að þær em