Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 76
74
um. Raunsærri lýsing á sambandi bama og kennara væri
einnig tímabær, engu síður en raunsærri lýsing á sam-
bandi bama og foreldra.
8 FULLORÐIÐ FÓLK UTAN HEIMILIS
8.0 Flest böm í bamabókum eiga einhver samskipti
við fullorðið fólk utan heimilisins og nánustu skyldmenna.
Sirmar sögur em þó svo bundnar heimilinu, að þar kemst
engin utanaðkomandi persóna að (t. d. 106, 114, 224, 235,
264, 271, 281, 288, 308, 317, 318, 351), og fáeinar sögur
fjalla nær eingöngu um böm, þar fær enginn fullorðinn
aðgang, allra síst utan heimilisfólksins (104, 218, 252, 276,
325).
Þess ber að geta, að fleira fólk kemur að sjálfsögðu fyrir
í barnabókunum en hér verður tíundað á eftir. Hér verða
nefndir þeir helstu sem söguhetjur hafa einhver samskipti
við og skipta máli í gangi sögunnar eða sem hafa áhrif á
söguhetjur.
8.1 Samband fullorðinna, annarra en heimilismanna
og náinna ættingja, og bama og unglinga er nær alltaf
fremur lítið og yfirborðslegt en gott það sem það er. Full-
orðna fólkið sýnir bömum i bamabókum almennt skilning
og gæsku í vel flestum sögum, án þess að til komi verulegt
samband eða vinátta. Gott dæmi um þetta eru Nonna-
bækumar (202, 207, 239, 260). Nonni hittir og kynnist
fjölda af góðu og vænu fólki, sem allt vill fyrir hann gera,
en hann myndar ekki tilfinningasamband við neinn utan
fjölskyldimnar, hann verður ekki háður neinum þeirra,
sem hann kynnist á ferðum sínum. Sama má segja um
drengina í bókunum um Gvend Jóns og félaga (219—20).
Börn og unglingar í bamabókum hafa nánast samband
hvert við annað, þegar heimilisfólkinu sleppir, fullorðið
fólk annað stendur utan við, en það er ágætis fólk engu að
síður.