Studia Islandica - 01.06.1976, Síða 36
34
Sjálfstæði drengja í borg og bæjum veldur því stundum
að þeir komast í vandræði. Þá eru þeir oft sendir í sveit,
eins og getið var um í 4.2. Sveitaböm komast hins vegar
aldrei í kast við lögin.
Það sem sagt hefur verið hér að framan um sjálfstæði
bama í borg og bæjum á ekki við um lítil börn. Þau em
jafnháð foreldrum sínum í sveit og borg. Dæmi um þetta
eru Alli Nalli (271), Pétur litli (291), Todda (343) og
Unnur (351). Drengimir í bókum Ingibjargar Jónsdóttur
(264, 287) eru líka háðir móður sinni, en sögumar era
sérkennilegar að því leyti að þær eru fremur um móðurina
en drengina, sagðar frá hennar sjónarhóli og með hana
sem miðdepil.
Eins og fram hefur komið em borgir og bæir ekki alltaf
góðir dvalarstaðir fyrir böm. Borgarfrænkan er svo vond
við önnu og Pétur (115) að þau flýja á náðir ókunnugra
hjóna uppi í sveit, sem taka þeim hlýlega. Bömin í 117
flýja upp í óbyggðir frá drykkjuskap foreldra sinna. Adda
litla er mjög óhamingjusöm í borginni þar sem henni er
óspart strítt (301). Borgardrengirnir í 308 kvelja dýr.
Unglingamir í borginni reykja og drekka (278, 316, 340,
341), og þar þrífast alls kyns glæpir (201, 273, 274).
Borgin er þó ekki alltaf vond. Nokkrar bækur (210,
219, 220, 264, 287, 291, 349, 351) segja frá leikjum og
störfum barna þar, og Kötlubækumar (328—31) segja
frá lífi venjulegra unglingsstúlkna sem ekki em neitt til-
takanlega spilltar og þurfa ekki heldur mjög oft að horfa
upp á spillingu hjá öðmm, þótt þær hafi hugmynd um
fleiri en eina hlið á mannlífinu. I sögunum um Ásgeir
Hansen (208, 283) koma einnig fram bæði vondar og
góðar hliðar á borgarlífinu.
4.4 Það má sjá á skrá I í 4.1 að rúmlega 40 sögur gerast
á fleiri en einrnn stað, söguhetjur skipta um umhverfi.
Oftast er um thnabundin umskipti að ræða, sumardvöl
í sveit (sjá 4.2) eða ferðalög, en nokkrar sögur segja frá
búferlaflutningum.