Studia Islandica - 01.06.1976, Blaðsíða 89
87
unnar, en drengimir eru mjög sjálfbjarga. I 235 er það
föðumum, sem er læknir, eðlilegt að hugsa um drenginn
til jafns við móðurina, þegar hann er heima.
Strákar eða fullorðnir karlmenn em sjálfbjarga í matar-
gerð og öðm heimilishaldi í nokkmm sögum (110, 243,
245, 246, 331, 345). Alli Nalli leikur sér að brúðu í 271
og þykh’ afar vænt um hana. Minna má á, að faðir hans
er því mjög mótfallinn, að drengmun sé gefin brúða:
„„Ertu frá þér manneskja,“ sagði pabbi, „ætlar þú að gera
stelpu úr drengnum? Bílar og boltar eru handa strákum.““
(271, bls. 30) 1 sögunni er þó greinileg andstaða gegn
þessum sjónarmiðum föðurins. Drengir hafa líka gaman
af brúðum í 235 og 306.
Það er því í 14 bókum, sem vikið er í einhverju frá hefð-
bundinni hlutverkaskiptingu kynjanna, þótt venjulega stafi
það af nauðsyn. Þegar athugað er hvaða ár þessar bækur
komu út sést, að þetta fer síst í vöxt með áronum. Bók-
unum er hér raðað upp eftir fyrsta útgáfuári:
306: 1947 245: 1963
343: 1951 230: 1964
345: 1955 287: 1965
235: 1960 271: 1965
257: 1961 246: 1966
331: 1962 243: 1968
110: 1963 309: 1970
Eins og hér sést, komu aðeins þrjár af þessum fjórtán
bókum út eftir 1965.
9.4 í þremur sögum vinnur gift móðir utan heimilis, þótt
maður hennar sé heilsuhraustur og heima við. Þessar þrjár
konur virðast þvi vinna úti að eigin vali. Öljóst er hvað
móðir Alla Nalla starfar, en fram kemur að hún fer í
Austurbæjarskólann á morgnana, hún er líklega kennari
(271). Ekki kemur það fram í sögunni hvar drengurinn
er meðan móðirin er að heiman, og hlutverkaskipting á
heimilinu virðist hefðbundin að öðru leyti. Móðir Enunu
í Stúlka með ljósa lokka (341) vinnur í verslun þeirra